Aukum tímalengd götulýsingar í Reykjavík

Valgerður Sigurðardóttir borgarfulltrúi:

Nú þegar tekið er að skyggja aft­ur þá verður maður svo vel var við það í ljósa­skipt­un­um hversu mik­il­vægt það er að hafa góða götu­lýs­ingu. Árið 2015 var tíma­lengd götu­lýs­ing­ar stytt í Reykja­vík. Þegar lýs­ing­in var stytt var það gert í sparnaðarskini, nú er hins veg­ar búið að LED-væða tölu­vert magn af ljósastaur­um. Það breyt­ir mjög miklu og dreg­ur veru­lega úr kostnaði vegna lýs­ing­ar. Því má auðveld­lega sam­hliða áfram­hald­andi auk­inni LED-væðingu lengja tíma götu­lýs­ing­ar kvölds og morgna. Kostnaður við það að lengja aft­ur tíma götu­lýs­ing­ar verður því ekki jafn mik­ill og áður. Vegna þessa óveru­lega kostnaðar væri því auðvelt að lengja þann tíma sem kveikt er á lýs­ingu.

Góð götu­lýs­ing er ör­yggis­atriði bæði fyr­ir gangangi, hjólandi og þá sem ak­andi eru og því er ekk­ert til fyr­ir­stöðu að samþykkja til­lögu sjálf­stæðismanna sem lögð var til í janú­ar árið 2019 í skipu­lags- og sam­gönguráði að auka lýs­ingu kvölds og morgna. Þeirri til­lögu hef­ur því miður ekki verið svarað og væri góður brag­ur á því að taka hana til af­greiðslu núna og auka við lýs­ing­una hjá okk­ur hér í Reykja­vík og auka þar með ör­yggi okk­ar allra sem eru á ferðinni í ljósa­skipt­un­um.

Morgunblaðið, 7. október 2021.