Stöðugleiki eða óvissuferð
'}}

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins:

Þú þarft ekki að taka kosn­inga­próf til að vita að at­kvæði til Sjálf­stæðis­flokks­ins er at­kvæði með ábyrgð, stöðug­leika og lág­um skött­um. Upp­skrift­inni að þeirri stöðugu aukn­ingu lífs­gæða sem við búum við.

Á hinn bóg­inn er hægt að velja flokka sem ætla að koll­varpa þeirri stefnu með út­blásn­um lof­orðal­ista sem verður greidd­ur með skuld­setn­ingu og skatta­hækk­un­um.

Valið er skýrt og mun hafa bein áhrif á okk­ar dag­lega líf.

Þetta mun breyt­ast

Íslensk heim­ili finna að við erum á réttri leið. Skatt­arn­ir hafa lækkað, verðbólg­an er lág, toll­ar og vöru­gjöld hafa verið af­num­in, versl­un er frjáls­ari, trygg­inga­gjaldið lægra, álög­ur á fyr­ir­tæki minni. Fólk fær meira fyr­ir laun­in sín.

Þetta mun breyt­ast ef ný rík­is­stjórn set­ur verðbólg­una af stað aft­ur. Við borg­um fyr­ir lof­orðal­ist­ana með hærra vöru­verði.

Tugþúsund­ir Íslend­inga eru nú með lægri af­borg­an­ir af lán­um eft­ir end­ur­fjármögn­un vegna þess að vext­ir eru lág­ir. Útgjaldalist­inn mun hækka vext­ina og verðbólg­una aft­ur. Af­borg­an­irn­ar hækka með.

Við lækkuðum skatta – mest á þá sem lægst hafa laun­in. Lífs­gæði okk­ar hafa auk­ist og fyr­ir­tækj­un­um geng­ur bet­ur. Við ætl­um að halda áfram á sömu braut. Ef skatta­hækk­an­ir á ein­stak­linga og fyr­ir­tæki verða aft­ur svarið við öll­um vanda eins og í tíð síðustu vinstri­stjórn­ar verður hins veg­ar fljótt breyt­ing á.

Valið er skýrt

Það er ekki hægt að senda reikn­ing­inn fyr­ir lof­orðal­ist­un­um eitt­hvað annað. Það verður eng­inn bet­ur sett­ur ef kosn­ingalof­orðin enda í hærri af­borg­un­um um mánaðamót­in, hærri skött­um á launa­seðlin­um og hærra verði á kass­an­um úti í búð.

Stönd­um sam­an um ábyrgð og stöðug­leika. För­um ekki í óvissu­ferð í kom­andi kosn­ing­um. Höld­um áfram á réttri braut.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 23. september 2021.