Land tækifæranna fyrir alla
'}}

Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis:

Mér finnst það alltaf jafn­merki­legt að upp­lifa mörg hundruð manna sam­komu – flokks­ráðsfund eða lands­fund – þar sem all­ir sam­ein­ast um grunn­atriði, sýn á sam­fé­lagið og framtíðina. Sjá tæki­fær­in og eru um til­bún­ir til að tak­ast á við áskor­an­ir. Fólk með ólík­an bak­grunn, kon­ur, karl­ar, ung­ir, gaml­ir, fólk úr þétt­býli og dreif­býli, tek­ur hönd­um sam­an og mót­ar skýra stefnu sem byggð er á trúnni á ein­stak­ling­inn, fái hann frelsi til at­hafna, njóti hæfi­leika sinna og dugnaðar.

Auðvitað grein­ir okk­ur á um ým­is­legt, sem bet­ur fer. Þannig verða lands­fund­ir og flokks­ráðsfund­ir suðupott­ar hug­mynda – mynda far­veg fyr­ir nýja og ferska hugs­un á grunni sjálf­stæðis­stefn­unn­ar. Birg­ir Kjaran (1916-1976) meitlaði hug­sjón­ir okk­ar bet­ur en flest­ir í tíma­rits­grein 1958. Sjálf­stæðis­stefn­an „bygg­ist á trúnni á mann­inn, þroska­mögu­leika hans, hæfni til þess að stjórna sér sjálf­ur, til að velja og hafna og til að leita sjálf­ur að eig­in lífs­ham­ingju án þess að troða öðrum um tær eða þurfa á fyr­ir­sögn eða hand­leiðslu annarra manna að halda um eig­in mál“. Und­ir regn­hlíf Sjálf­stæðis­flokks­ins sam­ein­ast fólk sem er sann­fært um að frumrétt­ur hvers og eins sé frelsið, and­legt og efna­hags­legt og að sam­eig­in­lega beri all­ir ábyrgð á að rétta þeim hjálp­ar­hönd sem þurfa.

Vel nestaðir

Flokks­ráðs- og formanna­fund­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins vegna kom­andi kosn­inga var hald­inn síðastliðinn laug­ar­dag. Þar sam­einuðust flokks­menn frá land­inu öllu um ít­ar­lega stjórn­mála­álykt­un – kosn­inga­stefnu­skrá. Og all­ir mættu vel nestaðir til leiks.

Mál­efna­nefnd­ir flokks­ins hafa unnið að því að móta stefn­una í ein­stök­um mál­um. Á síðustu 18 mánuðum hafa tug­ir op­inna funda verið haldn­ir þar sem hundruð flokks­manna hafa komið að verki, tekið þátt í starf­inu og lagt af mörk­um mik­ils­verð atriði við að marka stefn­una, slípa hana og end­ur­nýja. Mál­efna­nefnd­irn­ar halda vinnu sinni áfram að lokn­um flokks­ráðsfundi. Afrakst­ur­inn verður form­lega kynnt­ur á næsta lands­fundi sem von­andi verður hægt að halda á fyrstu mánuðum nýs árs. Og þá mun held­ur bet­ur krauma í öll­um pott­um. Ég hlakka til.

Eng­inn ann­ar stjórn­mála­flokk­ur á Íslandi vinn­ur með þess­um opna hætti – þar sem al­menn­ir flokks­fé­lag­ar taka virk­an þátt í mál­efn­a­starfi og móta stefn­una. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er eini stjórn­mála­flokk­ur lands­ins sem býður yfir 20 þúsund manns að ákveða fram­boðslista í próf­kjör­um í öll­um kjör­dæm­um.

Stjórn­mála­álykt­un flokks­ráðsfund­ar­ins bygg­ist á þess­ari miklu og góðu vinnu mál­efna­nefnda.

Land tæki­fær­anna

Líkt og ávallt legg­ur Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn áherslu á ábyrga efna­hags­stjórn enda er hún for­senda þess að lífs­kjör á Íslandi haldi áfram að batna. Fyr­ir­heit eru gef­in um að áfram verði unnið að því að lækka skatta og álög­ur á fyr­ir­tæki og heim­ili. Sjálf­stæðis­menn sjá og skynja þau efna­hags­legu tæki­færi sem eru fólg­in í orku­skipt­um – grænni orku­bylt­ingu.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er ekki flokk­ur stórra kosn­ingalof­orða – hann hef­ur aldrei lumað á kan­ín­um í hatt­in­um. En lof­orðið er skýrt: Við vilj­um mynda frjó­an jarðveg fyr­ir at­vinnu­lífið, byggja und­ir ný­sköp­un, efla mennt­un og styrkja vel­ferðar­kerfið. Þannig ætla sjálf­stæðis­menn að tryggja að Ísland verði land tæki­fær­anna fyr­ir alla.

At­vinnu­mál skipta okk­ur öll miklu. Þar verða verðmæt­in til sem standa und­ir vel­ferðar­kerf­inu. En at­vinnu­lífið lif­ir ekki án öfl­ugs vel­ferðar­kerf­is. Hvor­ugt get­ur án hins verið. Þetta skilj­um við sjálf­stæðis­menn bet­ur en aðrir og þess vegna telj­um við nauðsyn­legt að móta nýja heild­stæða „vel­ferðar- og heil­brigðis­stefnu á breiðum grunni í op­in­ber­um rekstri og einka­rekstri með framtíðar­sýn sem tek­ur til mennt­un­ar heil­brigðis­starfs­fólks, tækniþró­un­ar og þarfa fólks,“ eins og seg­ir í stjórn­mála­álykt­un­inni.

Við vit­um að við náum ekki mark­miði okk­ar um trausta og góða heil­brigðisþjón­ustu fyr­ir alla, óháð efna­hag, án sam­starfs op­in­berra og sjálf­stætt starf­andi aðila. Skipu­lag þjón­ust­unn­ar verður að miðast við rétt fólks til þjón­ustu. Þess vegna vill Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn binda í lög þjón­ustu­trygg­ingu þannig að all­ir fái nauðsyn­lega þjón­ustu inn­an ásætt­an­legs tíma. Þar skipt­ir rekstr­ar­form ekki máli.

Sam­starfs­verk­efni

Sjálf­stæðis­menn leggja áherslu á að sta­f­ræn­ar lausn­ir verði nýtt­ar í aukn­um mæli til að bæta heil­brigðisþjón­ust­una. Við ætl­um að ryðja úr vegi kerf­is­læg­um hindr­un­um fyr­ir ný­sköp­un í vel­ferðar- og heil­brigðisþjón­ustu með því að virkja einkafram­takið og hug­vitið í sam­vinnu við op­in­bera aðila. Á því græðum við öll.

Í lok júní hélt ég því fram á þess­um stað að það krefj­ist ekki mik­ill­ar inn­sýn­ar eða skiln­ings á stefnu Sjálf­stæðis­flokks­ins „að átta sig á því að flokk­ur­inn get­ur ekki tekið þátt í rík­is­stjórn sem held­ur áfram að rík­i­s­væða heil­brigðis­kerfið, kem­ur í veg fyr­ir samþætt­ingu og sam­vinnu sjálf­stætt starf­andi þjón­ustuaðila og hins op­in­bera – tek­ur hags­muni kerf­is­ins fram yfir hags­muni sjúkra­tryggðra (okk­ar allra) og und­ir­býr þannig jarðveg fyr­ir tvö­falt heil­brigðis­kerfi, sem er eit­ur í bein­um hvers sjálf­stæðismanns“. Af þess­ari full­yrðingu leiðir að við hugs­an­lega mynd­un rík­is­stjórn­ar hlýt­ur Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn að leggja þunga áherslu á að skipa næsta heil­brigðisráðherra.

Op­in­ber og sjálf­stæður rekst­ur heil­brigðisþjón­ustu eru ekki and­stæður sem vinna hvor gegn ann­arri. Þvert á móti. Op­in­ber rekst­ur og sjálf­stætt starf­andi eru sam­herj­ar í því að tryggja öll­um góða þjón­ustu þegar henn­ar er þörf. Á þess­um grunni verður að nálg­ast mik­il­vægt viðfangs­efni. Það verður vart gert án þess að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn taki við heil­brigðisráðuneyt­inu að lokn­um kosn­ing­um.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 1. september 2021.