Alvörulausnir í loftslagsmálum

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra:

Á liðnum árum hafa orðið gíf­ur­leg­ar fram­far­ir í um­hverf­i­s­væn­um lausn­um, betri nýt­ingu á auðlind­um og sóun hef­ur minnkað. Á sama tíma hef­ur hug­ar­far og al­menn þekk­ing fólks á um­hverf­is­mál­um gjör­breyst, þá sér­stak­lega á meðal yngri kyn­slóða. Þetta kem­ur einnig fram í breyttri hegðun neyt­enda. Fólk vill til að mynda vita hvaðan mat­ur­inn á disk­in­um kem­ur, hvernig hann er fram­leidd­ur og við hvernig aðstæður. Við leggj­um áherslu á að minnka sóun, leit­um leiða til að end­ur­vinna og þannig mætti áfram telja. Þetta er góð þróun og hið frjálsa markaðshag­kerfi hef­ur tekið virk­an þátt í því að finna upp á og bjóða lausn­ir sem eru til þess falln­ar að bæta um­hverfið og vellíðan neyt­enda.

Það er nauðsyn­legt að ræða lofts­lags­mál á vett­vangi stjórn­mál­anna. Stjórn­mála­menn hafa og munu áfram taka þátt í sam­starfi annarra þjóða þegar kem­ur að mála­flokkn­um. Það er þó alltaf hætt við því að stjórn­mála­menn telji sig eina hafa lausn­ina við vand­an­um. Yf­ir­leitt kem­ur það fram í því þegar vinst­ris­innaðir stjórn­mála­menn kynna boð og bönn, íþyngj­andi aðgerðir, hærri skatta og auk­in rík­is­af­skipti. Við sjá­um það aft­ur og ít­rekað frá þeim stjórn­mála­mönn­um sem reyna að skreyta sig hvað mest með fjöðrum um­hverf­is­vernd­ar – en kæra sig lítið um raun­veru­leg­ar lausn­ir í einu stærsta viðfangs­efni sam­tím­ans.

Lofts­lags­vá­in er alþjóðlegt vanda­mál og all­ar þjóðir heims þurfa að leggja sitt af mörk­um. Það eitt að friðlýsa til­tek­in svæði á Íslandi ger­ir lítið fyr­ir heild­ar­mynd­ina. Við eig­um að vera óhrædd við að fara í græn­ar fram­kvæmd­ir sem hvort í senn eru til þess falln­ar að bæta lífs­gæði okk­ar sem hér búum og vinna gegn hlýn­un jarðar. Hita­veitu­væðing­in á síðustu öld er gott dæmi um slíka fram­för.

Með aukn­um alþjóðaviðskipt­um, auknu hug­viti og sí­felld­um fram­förum hef­ur okk­ur tek­ist að búa þannig um hnút­ana að aldrei hef­ur verið betra að vera uppi í mann­kyns­sög­unni en nú. Næsta fram­fara­skref okk­ar felst í grænni orku­bylt­ingu. Við höf­um yfir að búa þeim nátt­úru­auðlind­um sem til þarf og eig­um að vera óhrædd við að nýta þær í sátt við nátt­úr­una. Sú orka sem til verður fer ekki öll í orku­sæk­inn iðnað held­ur mun hún þvert á móti leiða af sér ný störf hjá hinum ýmsu tækni- og þjón­ustu­fyr­ir­tækj­um – bæði þeim sem til staðar eru og þeim sem eft­ir á að stofna.

Sú kyn­slóð sem nú er að kom­ast á full­orðins­ár hef­ur ekki áhuga á því að skaða nátt­úr­una. Hún hef­ur aft­ur á móti áhuga á aukn­um lífs­gæðum og ein­fald­ara lífi. Þess vegna þurf­um við að styðja við um­hverf­i­s­væna þróun með hagræn­um hvöt­um og ein­földu reglu­verki. Það er í sam­ræmi við stefnu Sjálf­stæðis­flokks­ins. Hug­vitið er til staðar og tæki­fær­in líka. Við þurf­um bara að grípa þau.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 27. ágúst 2021.