Treystum fólkinu
'}}

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra:

Ný­af­staðið útboð á hluta­bréf­um í Íslands­banka sam­hliða skrán­ingu bank­ans tókst vel. Mark­viss und­ir­bún­ing­ur, vönduð vinnu­brögð og hag­stæð ytri skil­yrði tryggðu að ríkið náði öll­um sín­um helstu mark­miðum um dreift eign­ar­hald, aðkomu al­menn­ings og gott verð. Eft­ir­spurn­in var mik­il og eign­in seld­ist vel yfir bók­færðu verði rík­is­ins.

Frá skrán­ing­unni hef­ur markaður með bréf í fé­lag­inu hækkað tölu­vert. Það er ánægju­legt, ekki síst fyr­ir ríkið, sem enn held­ur á 65% hlut í bank­an­um. Skrán­ing­in ein og sér hef­ur þannig ekki bara tryggt áhuga og eft­ir­spurn langt um­fram vænt­ing­ar, held­ur einnig aukið verðmæti þess­ar­ar eign­ar rík­is­ins um tugi millj­arða. Það má því með sanni segja að mik­ill kraft­ur hafi verið leyst­ur úr læðingi með því að ríkið sleppti hendi af þess­um eign­ar­hlut.

Í aðdrag­anda útboðsins heyrðust sterk­ar úr­töluradd­ir, einkum af vinstri vængn­um. Sagt var að tíma­setn­ing­in væri óheppi­leg í ljósi efna­hags­ástands­ins, eft­ir­spurn myndi láta á sér standa, óvissa um ýmsa þætti myndi draga niður verðið og loks ætti al­farið eft­ir að end­ur­skipu­leggja fjár­mála­kerfið. Af þess­um sök­um ætti að bíða með sölu­áform.

Það ber minna á þess­um full­yrðing­um nú, eft­ir stærsta frumút­boð Íslands­sög­unn­ar. Um tveim­ur vik­um eft­ir að verðbil í útboðinu lá fyr­ir reyndu stjórn­ar­and­stæðing­ar þó að smíða nýja sögu; Verðið hefði verið of lágt. Ekki nóg með það, held­ur hefðu „hinir ríku“ makað krók­inn á viðskipt­un­um. Þetta stenst ekki skoðun, frek­ar en fyrri full­yrðing­ar um málið, sem m.a. komu fram í umræðum um söl­una á Alþingi í janú­ar.

Banki al­menn­ings

Bank­inn er stærsta skráða al­menn­ings­hluta­fé­lag lands­ins og hlut­haf­ar á þriðja tug þúsunda. Þátt­taka al­menn­ings var veru­leg að auki við trausta er­lenda og inn­lenda fag­fjár­festa, en hægt var að kaupa hluti fyr­ir allt niður í fimm­tíu þúsund krón­ur. Þeir einu sem eng­um skerðing­um á til­boðum sættu voru þeir sem keyptu fyr­ir millj­ón eða minna. Aðrir fengu mun minna en þeir sótt­ust eft­ir.

Sá sem hefði spáð því verði sem fékkst fyr­ir eign­ar­hlut rík­is­ins á fyrstu dög­um ferl­is­ins hefði þótt bjart­sýnn. Niðurstaðan er góð, hvort sem borið er sam­an við bók­fært verð bank­ans, útboðsgengi Ari­on banka eða sam­bæri­lega er­lenda banka.

Því má svo ekki gleyma að með söl­unni var dregið úr um­svif­um rík­is­ins á markaðnum. Í Hvít­bók um framtíðar­sýn fyr­ir fjár­mála­kerfið frá 2018 kom vel fram hve óæski­legt er að sami aðili, ríkið, sé ráðandi á fjár­mála­markaði. Bet­ur fari á því að ríkið dragi úr um­svif­um sín­um og skapi þannig heil­brigðara sam­keppn­is­um­hverfi. Í þess­um anda hef­ur eig­enda­stefna verið upp­færð og gert ráð fyr­ir sölu á öll­um hlut­um í Íslands­banka, en að ríkið verði áfram eig­andi veru­legs eign­ar­hlut­ar í Lands­bank­an­um.

Hvít­bók­in var að öðru leyti góður grunn­ur fyr­ir umræðu um fjár­mála­markaðinn og framtíðina. Þar fékkst gott yf­ir­lit yfir breyt­ing­ar á reglu­verki sem átt hafa sér stað en einnig ábend­ing­ar sem fylgt var eft­ir fyr­ir útboðið, svo sem um tak­mörk­un áhættu vegna fjár­fest­inga­banka­starf­semi.

Ríkið þarf ekki að reka allt

Sam­keppn­is­um­hverfi fjár­mála­fyr­ir­tækja tek­ur um þess­ar mund­ir örum breyt­ing­um sam­hliða tækniþróun og til­komu fjár­tæknifyr­ir­tækja. Ríkið er hvorki vel til þess fallið að leiða þá þróun né ætti það að bera alla áhætt­una sem fylg­ir. Bet­ur fer á því að aðrir und­ir­búi og leiði, marki stefnu fyr­ir þessa nýju tíma sem við okk­ur blasa. Sal­an er stórt og mik­il­vægt skref í þá átt.

Mik­il­vægt er að gjalda var­hug við mál­flutn­ingi stjórn­mála­manna sem segja að ríkið eitt geti átt og rekið alla skapaða hluti. Í slíkri af­stöðu felst skýr yf­ir­lýs­ing um að fólki úti í sam­fé­lag­inu sé síður treyst­andi til að fara með rekst­ur, eign­ir og fjár­muni en stjórn­völd­um. Á end­an­um þýðir það ekk­ert annað en að stjórn­mála­menn­irn­ir treysta sjálf­um sér bet­ur en öðru fólki til að gera flest það sem máli skipt­ir.

Þótt ríkið hafi mik­il­vægu hlut­verki að gegna á mörg­um sviðum fer mun bet­ur á því að stjórn­völd setji leik­regl­urn­ar, en veiti fólki frelsi til að taka ákv­arðanir um rekst­ur, áhættu og ráðstöf­un eigna. Með trú á fólk og fram­taks­semi byggj­um við kraft­mikið og sam­keppn­is­hæft sam­fé­lag sem eft­ir­sókn­ar­vert er að búa í.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 8. júlí 2021.