Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður var samþykktur á fundi Varðar, fulltrúaráðsins í Reykjavík í Valhöll þann 2. júlí 2021.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, leiðir listann. Í öðru sæti er Hildur Sverrisdóttir, varaþingmaður og aðstoðarmaður ráðherra, í þriðja sæti er Birgir Ármannsson, alþingismaður. Í fjórða sæti er Friðjón R. Friðjónsson, framkvæmdastjóri. Halldór Blöndal, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, situr í heiðurssæti listans.
Listann í heild má sjá hér að neðan.
1 | Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir | Dómsmálaráðherra |
2 | Hildur Sverrisdóttir | Varaþingmaður og aðstoðarmaður ráðherra |
3 | Birgir Ármannsson | Alþingismaður |
4 | Friðjón R. Friðjónsson | Framkvæmdastjóri |
5 | Ágústa Guðmundsdóttir | Frumkvöðull og prófessor emeritus |
6 | Vigfús Bjarni Albertsson | Sjúkrahúsprestur og forstöðumaður Fjölskylduþjónustu kirkjunnar |
7 | Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir | Varaborgarfulltrúi |
8 | Helga Lára Haarde | M.sc. Sálfræði |
9 | Jóhannes Stefánsson | Framkvæmdastjóri |
10 | Hildur Hauksdóttir | Sérfræðingur í umhverfismálum |
11 | Hilmar Freyr Kristinsson | Bankamaður |
12 | Ingi Björn Grétarsson | Öryggisráðgjafi |
13 | Hafrún Kristjánsdóttir | sálfræðingur |
14 | Helena Kristín Brynjólfsdóttir | Verðbréfamiðlari |
15 | Brynjólfur Magnússon | lögfræðingur |
16 | Kristín Björg Eysteinsdóttir | ráðgjafi |
17 | Kári Freyr Kristinsson | framhaldsskólanemi |
18 | Þórður Kristjánsson | fyrrverandi rannsóknarmaður |
19 | Arnar Sigurðsson | víninnflytjandi |
20 | Ólafur Teitur Guðnason | stjórnmálafræðingur og aðstoðarmaður ráðherra |
21 | Nanna Kristín Tryggvadóttir | verkfræðingur |
22 | Halldór Blöndal | Fyrrverandi alþingismaður og ráðherra |