Farsæl framtíð er: FORVARNIR, FJÖLBREYTNI OG FRELSI

Þriðji þáttur VELFERÐIN, þættir um heilbrigðis- og velferðarmál

Þorkell Sigurlaugsson, formaður velferðarnefndar ræðir við Aldísi Hafsteinsdóttur, formann Sambands íslenskra sveitarfélaga og Harald Benediktsson, varaformann fjárlaganefndar Alþingis.

Í þættinum er rætt um rekstur hjúkrunarheimila, flækjustig vegna mismunandi hagsmuna og kostnaðar ríkis og sveitarfélaga, sjálfstætt starfandi hjúkrunarheimili, hvernig þau eru að gefast upp og mikilvægi hagsmuna eldra fólks og fleira. Þáttinn má nálgast hér.

Fram kom mikill vilji fyrir því að hugsa almannatryggingakerfið og hagsmuni og búsetumál eldra fólks upp á nýtt ekki síst rekstur dvalar- og hjúkrunarheimila og kostnaðarskiptingu í því sambandi.

Í lok þáttar urðu orðin FORVARNIR, FJÖLBREYTNI OG FRELSI okkur öllum ofarlega í huga enda getur það kallast á við stefnu Sjálfstæðisflokksins hvað varðar alla aldurshópa, ekki síst eldri borgara.

Þátturinn var tekinn upp 28. maí 2021.