Tölur eftir 3.113 atkvæði: Guðlaugur Þór leiðir

Nú þegar 3.113 atkvæði hafa verið talin í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra efstur með 1.525 atkvæði.

Í öðru sæti er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra með 2.116 atkvæði í 1. – 2. sæti.

Í þriðja sæti er Diljá Mist Einarsdóttir með 1.260 atkvæði samanlagt í 1. – 3. sæti.

Í fjórða sæti er Brynjar Níelsson með 1.164 atkvæði samanlagt í 1. – 4. sæti.

Í fimmta sæti er Hildur Sverrisdóttir með 1.573 atkvæði samanlagt í 1. – 5. sæti.

Í sjötta sæti er Birgir Ármannsson með 1.849 atkvæði samanlagt í 1. – 6. sæti.

Í sjöunda sæti er Kjartan Magnússon með 1.484 atkvæði samanlagt í 1. – 7. sæti.

Í áttunda sæti er Sigríður Á. Andersen með 1.373 atkvæði samanlagt í 1. – 8. sæti.

Næstu tölur verða birtar kl. 23:00 og þeim verður streymt beint á facebook síðu Sjálfstæðisflokksins.

Nánari sundurliðun á efstu sætum má sjá hér.