Óbeinar afleiðingar Covid á geðheilbrigði nemenda
'}}

Í öðrum þætti Velferðarinnar ræðir Þorkell Sigurlaugsson við Dr. Hafrúnu Kristjánsdóttur, deildarforseta Íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík.  Hafrún situr í heilbrigðisráði ÍSÍ og er sálfræðingur í fagteymi ÍSÍ. Hún lék handbolta með Val um árabil og á fjölmarga leiki að baki með meistaraflokki félagsins sem og landsliði Íslands.  Hafrún varði doktorsritgerð sína í Læknavísindum árið 2015. Útskrifaðist sem sálfræðingur frá Háskóla Íslands 2005 en meistaraverkefni hennar var á sviði íþróttasálfræði. Áður en Hafrún hóf störf í HR starfaði hún sem sálfræðingur á geðsviði Landspítalans. Þáttinn má finna hér.

Í þessum þætti ræðum við Hafrún um kennslu og rannsóknir í Íþróttafræðideild HR. Ræddum um íþróttameiðsl, forvarnarmál og hverjar eru áskoranir okkar í velferðarmálum og forvörnum ungs fólks? Hvernig farsóttin og óbeinar afleiðingar hennar hefur haft á geðheilbrigði nemenda og það hve íþróttastarf skiptir miklu máli í því sambandi?  Að lokum ræddum við hver áherslumál Sjálfstæðisflokksins mættu vera á sviði íþróttamála og forvarna ungs fólks.

Þátturinn á YouTube:

https://www.youtube.com/watch?v=xkdpczvGg90