Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst í Norðvesturkjördæmi
Níu frambjóðendur taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi sem fram fer 16. og 19. júní 2021. Í prófkjörinu velja þátttakendur í fjögur sæti í númeraröð. Kynna má sér frambjóðendur hér: https://xd.is/profkjor-i-nordvesturkjordaemi/
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst, fimmtudaginn 27. maí í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Þar er hægt að kjósa utankjörfundar frá 10-16 til 15. júní.
Jafnframt er kosið utankjörfundar á ýmsum stöðum í kjördæminu og má lesa nánar um það hér: https://xd.is/profkjor-nordvesturkjordaemi/
Atkvæðisrétt eiga allir félagsbundnir sjálfstæðismenn í Norðvesturkjördæmi.