Tólf í framboði í Suðvesturkjördæmi

Tólf einstaklingar gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, fyrir Alþingiskosningarnar 2021, sem fram fer dagana 10., 11. og 12. júní næstkomandi.

Við lok framboðsfrestsins klukkan 16:00 í dag höfðu tólf framboð borist. Öll framboðin voru úrskurðuð gild.

Yfirkjörstjórn Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fagnar þeim áhuga sem sjálfstæðismenn hafa sýnt prófkjörinu og óskar frambjóðendunum öllum góðs gengis.

Frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi eru í stafrófsröð:

 • Arnar Þór Jónsson
 • Bergur Þorri Benjamínsson
 • Bjarni Benediktsson
 • Bryndís Haraldsdóttir
 • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir
 • Hannes Þórður Þorvaldsson
 • Jón Gunnarsson
 • Karen Elísabet Halldórsdóttir
 • Kristín Thoroddsen
 • Óli Björn Kárason
 • Sigþrúður Ármann
 • Vilhjálmur Bjarnason