Velferðin hefur vegferð sína á hlaðvarpinu
'}}

Velferðin, þáttur á vegum velferðarnefndar Sjálfstæðisflokksins hefur hafið göngu sína á Hægri hliðinni, hlaðvarpi Sjálfstæðisflokksins. Þáttinn má finna hér.

Í þættinum ræðir Þorkell Sigurlaugsson formaður velferðarnefndar við Höllu Sigrúnu Mathiesen formann SUS og Sigurgeir Jónasson, stjórnarmann í SUS um ýmis velferðarmál.

Það er talsvert síðan velferðarnefnd var tilbúin með sín drög að landsfundarályktun. Til að safna frekari efnivið og ræða velferðarmál við ýmsa flokksmenn og hagaðila var ákveðið að halda stutta hlaðvarpsfundi um ýmis mál sem geta tengst stefnumótun flokksins á þessu sviði.

Formaður velferðarnefndar mun stýra þessum hlaðvarpsþáttum og gert er ráð fyrir að þeir verði vikulega næstu vikurnar varpað út frá Valhöll í hádeginu á föstudögum. Með þessu er hitað upp fyrir landsfundinn og safnað frekara efni fyrir landsfundinn sem vonandi verður haldinn í ágúst.

Fyrstu viðmælendur Þorkels til að ræða velferðarmál eru Halla Sigrún Mathiesen en hún var kosinn formaður SUS árið 2019 og Sigurgeir Jónasson sem hefur verið í stjórninni frá 2015.

Þau munu m.a. ræða stefnuplagg sem þau gerðu og kallast „Handan við storminn“ þar sem m.a. er fjallað um heilbrigðismál.

Rætt verður m.a. forvarnir, mikilvægi aukins einkaframtaks í heilbrigðismálum, heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni og mikilvægi þess að starfsfólk og sjúklingar þurfi ekki að treysta einvörðungu á einn spítala á landinu þ.e. Landspítala.