Ákalli um slátrun beint frá býli svarað
'}}

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra:

Íslensk­um bænd­um er nú heim­ilt að slátra sauðfé og geit­um á sín­um búum og dreifa á markaði en slík fram­leiðsla og dreif­ing hef­ur hingað til verið óheim­il. Reglu­gerð sem ég und­ir­ritaði í gær gerði þessa grund­vall­ar­breyt­ingu á starfs­um­hverfi sauðfjár­bænda og opn­ar mik­il­væg tæki­færi til að efla verðmæta­sköp­un og af­komu þeirra til framtíðar.

Tíma­bær breyt­ing

Und­an­far­in ár hef­ur verið vax­andi ákall frá ís­lensk­um bænd­um um að þeim verði gert kleift að slátra sauðfé á sín­um búum til dreif­ing­ar á markaði. Ég hef verið áfram um að verða við þessu sjálf­sagða ákalli. Und­an­far­in tvö ár hef­ur átt sér stað um­fangs­mik­il vinna í mínu ráðuneyti í sam­ráði við bænd­ur og Mat­væla­stofn­un við að leita leiða til að heim­ila þessa fram­leiðslu.

Síðastliðið sum­ar und­ir­rituðum við formaður Lands­sam­taka sauðfjár­bænda sam­komu­lag um til­rauna­verk­efni um heimaslátrun. Verk­efnið gekk vel og voru niður­stöður úr sýna­tök­um bænda góðar, en fjar­eft­ir­lit var erfiðleik­um bundið. Í reglu­gerðinni sem ég und­ir­ritaði í gær er því kveðið á um að dýra­lækn­ar sinni heil­brigðis­skoðunum bæði fyr­ir og eft­ir slátrun. Með þessu fyr­ir­komu­lagi er tryggt að upp­fyllt verða öll skil­yrði um mat­væla­ör­yggi og gætt að dýra­vel­ferð og dýra­heil­brigði. Til að liðsinna bænd­um við að grípa þau tæki­færi sem þessi breyt­ing hef­ur í för með sér mun kostnaður vegna þessa eft­ir­lits greiðast úr rík­is­sjóði.

Tæki­færi til að styrkja af­komu bænda

Með þess­ari breyt­ingu er stuðlað að frek­ari full­vinnslu beint frá býli, vöruþróun, varðveislu verkþekk­ing­ar og menn­ing­ar­arfs við vinnslu mat­væla. Þá skap­ast tæki­færi fyr­ir bænd­ur að markaðssetja afurðir sín­ar á grund­velli sinn­ar sér­stöðu til hags­bóta fyr­ir neyt­end­ur. Þessi breyt­ing mark­ar því tíma­mót og fel­ast í henni tæki­færi til að styrkja verðmæta­sköp­un og af­komu bænda fyr­ir næstu slát­urtíð og til framtíðar.