Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi 29. maí 2021 er hafin. Hægt er að greiða atkvæði utan kjörfundar á eftirfarandi stöðum:
í Valhöll (Reykjavík), á Höfn, í Mýrdal, í Vestmannaeyjum, á Hellu, á Selfossi, í Hveragerði, í Þorlákshöfn, í Grindavík, í Garði og í Reykjanesbæ.
Opnunartími er mismunandi – en hér má finna upplýsingar um opnunartíma.
Sjá nánar hér upplýsingar um frambjóðendur og aðrar upplýsingar um prófkjörið.
Prófkjörið sjálft fer fram laugardaginn 29. maí 2021.