Níu þátttakendur í prófkjöri í Norðausturkjöræmi

Góð þátttaka var í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi en framboðsfrestur rann út 22. apríl. Níu frambjóðendur taka þátt í prófkjörinu sem fram fer laugardaginn 29. maí nk. Þrjár konur og 6 karlar eru í framboði. Meðalaldur frambjóðenda er 36 ár. Í prófkjörinu velja þeir sem taka þátt 5 frambjóðendur.

 

 

 

Frambjóðendur:

Berglind Harpa Svavarsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður Byggðaráðs Múlaþings.

 

Berglind Ósk Guðmundsdóttir, lögfræðingur og varabæjarfulltrúi.

 

Einar Freyr Guðmundsson, menntaskólanemi.

 

Gauti Jóhannesson, forseti sveitarstjórnar Múlaþings.

 

Gunnar Hnefill Örylgsson, framkvæmdamaður og fjármálaverk-fræðinemi.

 

Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir, nemi.

 

Ketill Sigurður Jóelsson, verkefnastjóri á rekstrardeild umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar.

 

Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður.

 

Ragnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri.

 

 

Nánari upplýsingar um prófkjörið má finna hér.