Í Pólitíkinni á hlaðvarpi Sjálfstæðisflokksins var rætt við Gunnar Dofra Ólafsson um fjármál fólks. Það var leitað svara við spurningum eins og af hverju eru sumir blankir á meðan aðrir sigla lygnan sjó? Snýst það eingöngu um kaup og kjör eða kemur meira til? Hver er besta leiðin til að spara peninga og hver er vísasta leiðin til að eyða þeim? Hlusta má á þáttinn hér.
Einnig var rætt um lánamál, það er hversu mikið eigum við að taka í lán og á hvaða skilmálum. Rætt var um endurmögnun lána, hvernig hægt er að fá hagstæðari kjör á lánum og líka um hættuna af því að endurfjármagna til að eiga fyrir neyslunni. Gunnar Dofri benti á í viðtalinu að skynsamlag fjármálastjórn heimilanna eflir um leið þjóðarhag og nefndi sem dæmi að þýska þjóðin gæti rekið þýska hagkerfið fyrir sparifé landsmanna í fjögur ár, ef allt annað þryti.
Gunnar Dofri er umsjónarmaður hlaðvarpsþáttanna Leitin að peningunum. Þar er talað við venjulegt fólk sem náð hefur árangri í fjármálum og áttað sig á því hvernig við öðlumst fjárhagslegt sjálfstæði. Þættirnir eru framleiddir af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu.