Aðgengismál fólks með fötlun voru til umfjöllunar í nýjasta þættinum af Pólitíkinni en hlusta má á þáttinn hér. Þar ræddi Guðfinnur Sigurvinsson við Berg Þorra Benjamínsson sem lenti í vinnuslysi fyrir 21 ári síðan og hefur allar götur síðan þurft að notast við hjólastól.
Bergur Þorri rifjaði upp slysið og sagði frá því hvernig lífið gjörbreyttist þegar hann þurfti skyndilega að fara allra sinna ferða í hjólastól. Hann sagði að fötlunin hefði kennt sér mikla þolinmæði. Bergur Þorri Benjamínsson er viðskiptafræðingur að mennt. Hann er formaður Sjálfsbjargar og er starfandi sem slíkur á skrifstofu samtakanna. Bergur Þorri hefur látið til sín taka í starfi Sjálfstæðisflokksins og segir fólk stundum hissa á því en hann segir sjálfstæðisstefnuna alla tíð hafa fallið vel að sinni lífssýn.
Á síðustu árum hafa aðgengismál fólks með fötlun lagast mikið og bæði fyrirtæki og stofnanir gert nauðsynlega bragarbót á aðgengi. Þó er enn mikið verk að vinna og ræddi Bergur Þorri hvernig hugsunarleysi getur lagt stein í götu þeirra sem eru með fötlun. Bergur Þorri ræddi líka um efnahaginn og atvinnulífið, það er hvernig spilar þessir þættir saman þegar möguleikinn til fullrar þátttöku þrengist vegna fötlunar.