Alþingi hefur nú til meðferðar nýja heildarlöggjöf um fæðingar- og foreldraorlof og sérstakt fagnaðarefni að samkvæmt því er orlofið lengt úr níu mánuðum í tólf. Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins, situr í velferðarnefnd, og hann hefur gagnrýnt að orlofsmánuðunum sé skipt, samkvæmt frumvarpinu, milli foreldranna og telur að fólk eigi að ráða skiptingunni sjálft.
Vilhjálmur var gestur Guðfinns Sigurvinssonar í Pólitíkinni og ræddi þessi sjónarmið sín þar. Hlusta má á þáttinn hér. Einnig ræddu þeir fleiri atriði sem þarf að skoða, eins og til dæmis stöðu einstæðra foreldra, réttarstöðu foreldra sem fæða andvana barn og fólks sem býr fjarri fæðingarþjónustu.
Vilhjálmur ræddi líka um mikilvægi staðnáms í framhaldsskólum nú þegar samkomubann hefur sett skólahald úr skorðum.