Réttarstaða foreldra langveikra barna
'}}

Sif Huld Albertsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ, var gestur Guðfinns Sigurvinssonar í Pólitíkinni á hlaðvarpi Sjálfstæðisflokksins. Sif Huld skrifaði nýverið grein á Vísi um stöðu langveikra barna ásamt Teiti Birni Einarssyni varaþingmanni. Sif Huld, sem situr í velferðarnefnd Sjálfstæðisflokksins, hefur í tíu ár haft persónulega reynslu af glímunni við kerfið vegna veikinda sonar hennar. Hlusta má á þáttinn hér.

„Kerfið er ósveigjanlegt, uppfullt af gloppum og tryggir ekki með heildstæðum hætti stöðu foreldra langveikra barna til að samræma bærilegt fjölskyldu- og atvinnulíf. Það bitnar fyrst og fremst á þeim sem síst skyldi og hlífa þarf mestra allra, börnunum,“ segir m.a. annars í grein Sifjar Huldar og Teits um réttarstöðu foreldra langveikra barna.

Sif segir að í sumum tilfellum sé réttarstaða foreldra langveikra barna jafnvel lakari en staða foreldra sem eiga heilbrigð börn. Líta þurfi til fjölmargra þátta, til dæmis fæðingarorlofs og ferðakostnaðar þeirra sem búa á landsbyggðinni og þurfa að leita höfuðborgarinnar eftir heilbrigðisþjónustu fyrir börn sín.