Fjölmenni á súpufundi í Grafarvogi
'}}

Það var fullt út úr dyrum á fjölmennum súpufundi Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi um skipulagsmál í gærkvöldi þar sem Eyþór Arnalds, Valgerður Sigurðardóttir, Ólafur Guðmundsson fjölluðu um málefni Reykjavíkurborgar og Grafarvogs. Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra var gestur fundarins.

Hátt í 80 borgarbúar mættu á fundinn og létu margir þeirra í ljós óánægju með borgaryfirvöld, enda skilningsleysi þeirra gagnvart úthverfum, að Grafarvogi meðtöldum, algjört.