Formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins í Pólitíkinni
'}}

Jón Ragnar Ríkharðsson hefur starfað sem háseti í 40 ár og unir hag sínum vel. Hann er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins og telur að sjálfstæðisstefnan tryggi best hagsmuni launafólks.  Verkalýðsráð Sjálfstæðisflokksins býður jafnan í kaffisamsæti í Valhöll á baráttudegi verkalýðsins 1. maí og er það jafnan fjölsótt. Að þessu sinni fellur kaffiboðið niður vegna ástandsins í þjóðfélaginu en til að halda upp á daginn er Jón Ragnar sérstakur gestur Guðfinns Sigurvinsson í hlaðvarpsþættinum Pólitíkinni. Þáttinn má finna hér.

Jón Ragnar kynntist starfi Sjálfstæðisflokksins þegar hann studdi vin sinn í prófkjöri. Hann hreifst af stefnu flokksins og fann að kjörorðið „Stétt með stétt“ átti vel við hans hugsjónir og sýn á þjóðfélagsmálin, ekki síst með hagsmuni launafólks í huga.

Verkalýðsráð Sjálfstæðisflokksins fer með yfirstjórn málefna félagssamtaka launþega innan vébanda flokksins en tilgangur ráðsins er að m.a. vinna að sameiginlegum hagsmunum og menningarmálum launþega og líka að vinna að víðsýnni og frjálslyndri framfarastefnu í verkalýðshreyfingunni.