Svanhildur Hólm um framhaldsaðgerðir ríkisstjórnarinnar
'}}

Svanhildur Hólm Valsdóttir aðstoðarmaður fjármálaráðherra kom í Pólitíkina og ræddi við Guðfinn Sigurvinsson um aðgerðir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum vegna Covid19 og varpaði ljósi á hvernig aðgerðarpakkarnir eru settir saman og hvernig þeir hafi virkað til þessa. Þáttinn má nálgast hér.

Framhaldsaðgerðir ríkisstjórnarinnar voru kynntar í vikunni og segja má að um þríþættar aðgerðir sé þar að ræða. Í fyrsta lagi verður hlutastarfaleiðin framlengd, í öðru lagi verða settar tímabundið einfaldari reglur um fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja og í þriðja lagi verður fyrirtækjum gefinn kostur á að sækja um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti. Þetta er gert í því skyni að tryggja réttindi launafólks og forða gjaldþrotum.

Svanhildur er bjartsýn á að þessi úrræði sem þegar hafi verið kynnt muni duga atvinnulífinu vel og hjálpa atvinnurekendum að bregðast við því ástandi sem skapast hefur á vinnumarkaði. Hún segir að staðan geti þó breyst mjög snögglega og því séu vaktirnar oft langar þessa dagana í fjármálaráðuneytinu, eins og víða annars staðar.