Fjölmiðlafrumvarpið margumtalaða, ríkisrekstur og lokun ytri landamæra voru meðal þess sem bar á góma í þriðja þætti Gjallarhornsins. Garðar og Veronika fóru um víðan völl í góðu spjalli við þingmanninn og fyrrum Heimdellinginn, Sigríði Á. Andersen alþingismann. Þáttinn má nálgast hér.
Gjallarhornið er hlaðvarpsþáttur í umsjón Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Í þættinum er rætt um stjórnmálaleg málefni á mannamáli, oft ásamt góðum gestum.
Hægri hliðin ný hlaðvarpsrás
Hægri hliðin er ný hlaðvarpsrás á vegum Sjálfstæðisflokksins. Þar verða reglulega sendir út ýmsir þættir sem fjalla um hægri pólitík frá ýmsum sjónarhornum. Gjallarhorn og fleiri þættir verða aðgengilegir á Libsyn (sjá hér), á YouTube-rás Sjálfstæðisflokksins (sjá hér), á Spotify og víðar.