Leiðtogar: Sumir brotna, aðrir rísa upp

Óli Björn Kárason formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis:

„…í fyrsta lagi vil ég und­ir­strika þá staðföstu trú mína að það eina sem við höf­um að ótt­ast er …ótt­inn sjálf­ur – nafn­laus, órök­studd, órök­ræn hræðsla sem lam­ar viðleitni okk­ar að snúa vörn í sókn.“

Þannig komst Frank­lin D. Roosevelt, 32. for­seti Banda­ríkj­anna, að orði í inn­setn­ingaræðu sinni í mars 1933 – fyr­ir 87 árum. Líkt og flest lönd heims glímdu Banda­rík­in við al­var­lega efna­hagskreppu. Þá líkt og nú þurfti leiðtoga til að stíga fram, taka for­ystu, stappa stál­inu í al­menn­ing og fyr­ir­tæki, blása þeim bjart­sýni í brjóst.

Matt­hew Kar­anitschnig, blaðamaður vef­rits­ins Politico, seg­ir í upp­hafi frétta­skýr­ing­ar síðastliðinn mánu­dag, að hafi COVID-19 kennt okk­ur eitt­hvað annað en mik­il­vægi hrein­læt­is, þá sé það að leiðtog­ar verði fórn­ar­lömb far­sótta. Hann sakn­ar þess að eng­inn þjóðarleiðtogi hafi stigið fram, tekið for­yst­una í bar­átt­unni við ill­víg­an vírus, þjappað þjóðum heims sam­an í stað þess að sundra. Marg­ir hafi lokað eyr­um og aug­um í marg­ar vik­ur gagn­vart aðsteðjandi ógn – látið viðvar­an­ir sér­fræðinga sem vind um eyru þjóta. Heil­brigðis­vand­inn en ekki síður efna­hags­vand­inn verði meiri í sund­urþykk­um heimi.

Sam­starf á veik­um grunni

Síðustu daga hef­ur komið æ bet­ur í ljós hve alþjóðlegt sam­starf stend­ur á veik­um grunni þegar krepp­ir að. Nokkr­um dög­um eft­ir að hafa lýst því yfir að kór­ónu­veir­an sé eitt stórt póli­tískt „gabb“ setti Don­ald Trump for­seti bann við komu Evr­ópu­búa til Banda­ríkj­anna (Bret­ar voru í fyrstu und­an­skild­ir). Í kjöl­farið tóku fjár­mála­markaðir enn eina dýf­una. Trump sæt­ir þungri gagn­rýni fyr­ir hvernig stjórn­völd hafa haldið á mál­um. Bar­átt­an gegn vírusn­um sé fálm­kennd og ómark­viss. Hægt og bít­andi hafa liðsmenn Trumps áttað sig á því að COVID-19 hef­ur grafið und­an póli­tískri stöðu for­set­ans á kosn­inga­ári.

Ráðamenn í Evr­ópu, sem brugðust hart við ferðabanni Trumps, hafa í ör­vænt­ingu gripið til svipaðra aðgerða. Hvert Evr­ópu­landið á fæt­ur öðru lok­ar landa­mær­um sín­um – rík­is­stjórn­ir hrekj­ast und­an ótt­an­um. Póli­tísk sjón­ar­mið hafa náð yf­ir­hönd­inni og ráðgjöf vís­inda­manna verið lögð til hliðar. Samstaða og sam­starf Evr­ópu­sam­bands­ins er að rakna upp. Evr­ópu­hug­sjón­in um sam­vinnu, ekki síst á ög­ur­stund­um, er kom­in ofan í skúffu. Ítal­ir vita að þeir standa ein­ir í bar­átt­unni gegn skæðum vírus. Þeir eru með bundn­ar hend­ur fyr­ir aft­an bak í til­raun­um til að lág­marka efna­hags­leg­an skaða.

Því miður erum við að verða vitni að því að fleiri leiðtog­ar brotni en rísi upp.

Á mánu­dag klóruðu leiðtog­ar G-7 ríkj­anna (Banda­rík­in, Þýska­land, Bret­land, Frakk­land, Ítal­ía, Kan­ada og Jap­an) í bakk­ann. Gef­in var út yf­ir­lýs­ing um að þeir myndu vinna sam­an að öll­um nauðsyn­leg­um aðgerðum í bar­átt­unni gegn COVID-19 far­aldr­in­um og tryggja öfl­uga efna­hags­lega viðspyrnu, sjálf­bær­an hag­vöxt og vel­meg­un al­menn­ings. Yf­ir­lýs­ing­in er al­menn og án út­list­ana. Gripið verður til sam­ræmdra aðgerða á sviði pen­inga- og rík­is­fjár­mála til að styðja við bakið á launa­fólki og fyr­ir­tækj­um.

Lukk­uridd­ar­ar sem allt vita

Á tím­um óvissu, ekki síst þegar hætta steðjar að, koma alltaf fram á sviðið lukk­uridd­ar­ar sem annaðhvort sjá póli­tísk tæki­færi í stöðunni eða eru hrein­lega haldn­ir þeirri grillu að þeir viti flest bet­ur en aðrir. Við höf­um þegar séð vitr­ing­ana birt­ast á sam­fé­lags­miðlum. Þeir draga allt í efa sem gert hef­ur verið. Ráðlegg­ing­ar og ákv­arðanir vís­inda­manna – heil­brigðis­yf­ir­valda – eru létt­væg­ar fundn­ar. Og á kom­andi dög­um og vik­um verður freist­ing­in lík­lega of mik­il fyr­ir lukk­uridd­ar­ana til að halda aft­ur af sér í yf­ir­boðum og fögr­um lof­orðum um efna­hags­leg­ar aðgerðir sem verður að grípa til.

Það versta sem nokk­ur þjóð get­ur gert við for­dæma­laus­ar og hættu­leg­ar aðstæður er að láta lukk­uridd­ara og sjálf­skipaða vitr­inga ráða för. Við Íslend­ing­ar höf­um notið þeirr­ar gæfu að þegar í upp­hafi var tekið fast á mál­um und­ir styrkri hand­leiðslu þríeyk­is­ins, Ölmu Möller land­lækn­is, Þórólfs Guðna­son­ar sótt­varna­lækn­is og Víðis Reyn­is­son­ar yf­ir­lög­regluþjóns.

Fum­laus og skipu­lögð viðbrögð koma okk­ur í gegn­um hætt­una. Verk­efnið er ekki síst að hægja á út­breiðslu víruss­ins, tryggja eins og hægt er að heil­brigðis­kerfið ráði við að veita nauðsyn­lega – oft lífs­nauðsyn­lega þjón­ustu. Vernda þá sem eru viðkvæm­ast­ir og í mestri hættu, en um leið tryggja að sam­fé­lagið haldi.

Við höf­um orðið vitni að því hvernig ein­stak­ling­ar stíga upp og verða leiðtog­ar við erfiðar aðstæður. „Við höf­um lent í mörg­um áföll­um sem þjóð og við tök­umst bara á við þetta eins og við höf­um gert með svo margt annað í gegn­um tíðina. Við ger­um það sam­an og það er lyk­il­atriðið,“ sagði Víðir Reyn­is­son í viðtali við Rík­is­út­varpið fyr­ir nokkr­um dög­um. Þríeykið hef­ur, með fram­göngu sinni, þjappað þjóðinni sam­an. Slíkt er hátt­ur leiðtoga.

Með skýr­um og ótví­ræðum hætti verða stjórn­völd að standa þétt við bakið á öfl­ugu starfs­fólki heil­brigðis­kerf­is­ins, fjár­hags­lega sem and­lega. Þegar bar­ist er gegn ill­víg­um far­aldri eiga stjórn­mála­menn ekki að troða sér upp á sviðið. Við sem sitj­um á Alþingi get­um haft okk­ar skoðanir á ein­stök­um ákvörðunum heil­brigðis­yf­ir­valda, en við verðum að hafa and­leg­an styrk til að þegja. Við þurf­um að ein­beita okk­ur að öðru – efna­hags­leg­um aðgerðum til að lág­marka skaðann fyr­ir ís­lensk fyr­ir­tæki og heim­ili.

Leiðtog­ar stíga fram

Það er mik­il­vægt að stjórn­völd – rík­is­stjórn, alþingi – hafi í huga að ekki er í öllu hægt að beita hefðbundn­um verk­fær­um í rík­is­fjár­mál­um til að örva efna­hags­lífið. Hér eru að verki önn­ur lög­mál en ráða för í hefðbundn­um efna­hags­leg­um sam­drætti eða kreppu.

Þegar þetta er skrifað hafa fyrstu aðgerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar í efna­hags­mál­um verið kynnt­ar. Beðið er eft­ir stærra út­spili sem verður kynnt síðar í vik­unni. Sam­ræmd­ar aðgerðir í rík­is­fjár­mál­um og pen­inga­mál­um skipta mestu.

Á sviði heil­brigðismála höf­um við Íslend­ing­ar eign­ast leiðtoga í bar­átt­unni við COVID-19. Íslenskt sam­fé­lag, – at­vinnu­lífið og heim­il­in – þarf sterka leiðtoga á hálu svelli stjórn­mála og efna­hags­mála.

„Ég ætla að lýsa því yfir hér að ég hef trú á því að mestu mis­tök­in sem við gæt­um gert hér í þing­inu væri að ganga allt of skammt. Það væri betra fyr­ir okk­ur að nýta þá góðu stöðu sem við búum yfir til að gera rétt rúm­lega það sem þarf vegna þess að sam­eig­in­lega tjónið af því að gera of lítið of seint get­ur orðið miklu meira en til­kostnaður­inn af því að gera aðeins of mikið,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra í sér­stök­um umræðum í liðinni viku um aðgerðir stjórn­valda í efna­hags­mál­um vegna veirufar­ald­urs.

Aðeins leiðtogi sem hef­ur safnað korni í hlöðurn­ar í góðæri hef­ur efni á að tala með þess­um hætti.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 18. mars 2020.