30 ár frá falli Múrsins
'}}

Birgir Ármannsson alþingismaður:

Nú í nóv­em­ber­byrj­un er þess víða minnst að fyr­ir þrem­ur ára­tug­um urðu stórat­b­urðir sem skóku heims­byggðina og hafa haft af­ger­andi áhrif á stjórn­málaþróun, efna­hags­leg sam­skipti, milli­ríkja­tengsl og líf al­menn­ings í fjöl­mörg­um lönd­um. Mestu breyt­ing­arn­ar hafa átt sér stað í lönd­um Mið- og Aust­ur-Evr­ópu en áhrif­anna gæt­ir auðvitað miklu víðar.

Hrun alræðis­stjórna komm­ún­ista í aust­ur­hluta álf­unn­ar, enda­lok kalda stríðsins og aðlög­un þess­ara ríkja að lýðræði og markaðsskipu­lagi að vest­rænni fyr­ir­mynd hef­ur ger­breytt heims­mynd okk­ar, skapað ótal ný tæki­færi en um leið fært okk­ur ný viðfangs­efni, sem stund­um hafa reynst flók­in úr­lausn­ar. Þótt þró­un­in hafi gengið mis­vel hjá ein­stök­um ríkj­um frá ein­um tíma til ann­ars og marg­vís­leg vanda­mál komið upp ef­ast fáir um að þró­un­in hafi í öll­um meg­in­at­riðum verið til góðs og að þær þjóðir sem áður bjuggu í „sælu­ríkj­um sósí­al­ism­ans“ aust­an járntjalds búi nú við miklu betri lífs­kjör, lýðræðis­leg rétt­indi og frjáls­ræði held­ur en nokk­urn tím­ann hefði verið hugs­an­legt að óbreyttu.

Haustið 1989

At­b­urðir hausts­ins 1989 áttu sér auðvitað tals­verða for­sögu, sem ekki verður rak­in hér. Ýmis merki voru um að rík­is­stjórn­ir komm­ún­ista í Mið- og Aust­ur-Evr­ópu væru að missa tök­in og jafn­framt um að stjórn­völd í Sov­ét­ríkj­un­um myndu ekki aðstoða þau við að berja niður and­stöðu með hervaldi eins og ýmis dæmi voru um á ára­tug­un­um á und­an. Mót­mæla­hreyf­ing­um var far­inn að vaxa fisk­ur um hrygg og til­raun­um fólks til að kom­ast vest­ur fyr­ir járntjald fjölgaði.

Sum­arið 1989 má segja að járntjaldið hafi farið að rofna á landa­mær­um Ung­verja­lands og Aust­ur­rík­is. Þegar komið var fram á haustið voru Aust­ur-Þjóðverj­ar, sem máttu ferðast til Ung­verja­lands, farn­ir að streyma þessa leið í stór­um stíl. Þegar ung­versk stjórn­völd ætluðu að stöðva för Aust­ur-Þjóðverj­anna til landa­mær­anna söfnuðust þeir þúsund­um sam­an í Búdapest og reyndu að leita hæl­is í sendi­ráðum þar. Svipaðir hlut­ir gerðust á sama tíma í Tékkó­slóvakíu. Mót­mæli færðust mjög í auk­ana í Aust­ur-Þýskalandi í sept­em­ber og októ­ber og stjórn­völd þar höfðu aug­ljós­lega enga stjórn á at­b­urðarás­inni. Þann 4. nóv­em­ber safnaðist hálf millj­ón manna sam­an á mót­mæl­um á Al­ex­and­erplatz í Berlín og aðgerðir breidd­ust enn frek­ar út næstu daga, jafnt í Berlín sem öðrum stór­borg­um Aust­ur-Þýska­lands. At­b­urðirn­ir náðu svo há­marki að kvöldi 9. nóv­em­ber þegar landa­mæra­stöðvar í Berlín opnuðust, senni­lega að ein­hverju leyti fyr­ir fum og fát æðstu valda­manna alþýðulýðveld­is­ins og mis­skiln­ing meðal stjórn­enda landa­mæra­lög­regl­unn­ar. Flóðbylgja fólks sem vildi kom­ast vest­ur varð ekki stöðvuð og al­menn­ir borg­ar­ar hóf­ust handa við að brjóta niður múr­inn sem hafði skilið að vest­ur- og aust­ur­hluta borg­ar­inn­ar í ára­tugi.

Tákn­mynd kúg­un­ar

Berlín­ar­múr­inn var sýni­leg­asta tákn skipt­ing­ar Evr­ópu á tím­um kalda stríðsins. Í kjöl­far seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar var Þýskalandi skipt milli aust­urs og vest­urs; Vest­ur­hlut­inn varð Sam­bands­lýðveldið Þýska­land sem til­heyrði vest­ur­blokk­inni og aust­ur­hlut­inn varð Alþýðulýðveldið Þýska­land sem varð lepp­ríki Sov­ét­ríkj­anna. Berlín var einnig skipt og varð Vest­ur-Berlín nokk­urs kon­ar eyja í miðju Aust­ur-Þýskalandi. Aust­ur-Þjóðverj­ar bjuggu ekki við ferðaf­relsi og voru mikl­ar tak­mark­an­ir á mögu­leik­um fólks til að fara á milli borg­ar­hlut­anna í Berlín. Marg­ir íbú­ar aust­ur­hlut­ans lögðu þó mikið á sig til að kom­ast vest­ur yfir og til að hindra það reistu aust­urþýsk stjórn­völd múr og marg­vís­leg­ar aðrar landa­mæra­hindr­an­ir á mörk­um borg­ar­hlut­anna árið 1961 til að stöðva fólks­flótt­ann. Yf­ir­varp þeirra var að nauðsyn­legt væri að reisa varn­ar­múr til að verj­ast ásælni og yf­ir­gangi fas­ista í vestri. Múr­inn var áhrifa­mik­il leið til að hindra flótta fólks frá austri til vest­urs. Marg­ir reyndu engu að síður að kom­ast yfir, og talið er að hátt í 200 manns hafi beðið bana í flótta­tilraun­um á þeim 28 árum sem múr­inn stóð.

Ekki aft­ur snúið

Þegar frétt­ir bár­ust af at­b­urðunum í Berlín þessa daga í nóv­em­ber 1989 varð öll­um ljóst að ekki yrði aft­ur snúið. Bylgj­ur frels­is risu hærra í öll­um ríkj­um Mið- og Aust­ur-Evr­ópu og rík­is­stjórn­ir komm­ún­ista, sem setið höfðu í skjóli Sov­ét­ríkj­anna, féllu hver á fæt­ur ann­arri. Þýska­land var sam­einað að nýju ári síðar og jafn­vel Sov­ét­rík­in sjálf leyst­ust upp 1991. Það sem við tók var ekki full­kom­inn heim­ur eða þróun án vanda­mála, en eng­um á að dylj­ast að við tók miklu betra ástand en nokk­ur hafði látið sig dreyma um á dög­um kalda stríðsins.

Þegar við minn­umst þess að 30 ár eru liðin frá þess­um viðburðum er okk­ur hollt að minn­ast þess að það frelsi og þau borg­ara­legu rétt­indi sem við búum við eru því miður hvorki sjálf­sögð né sjálf­gef­in. Aðeins 30 ár eru frá því að hálf Evr­ópa bjó við stjórn­ar­far kúg­un­ar, þar sem tján­ing­ar­frelsi, funda­frelsi, ferðaf­relsi, at­vinnu­frelsi og svo mörg önn­ur frels­is­rétt­indi voru fót­um troðin. Það er viðvar­andi viðfangs­efni – og um leið skylda okk­ar – að varðveita þessi rétt­indi og um leið að standa vörð um það þjóðskipu­lag sem trygg­ir þau best.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 4. nóvember 2019.