Ríkisstjórnin á réttri leið
'}}

Bryndís Haraldsdóttir alþingismaður:

Eitt af því sem ég hef tölu­vert verið spurð um er hvernig sam­starf rík­is­stjórn­ar­flokk­anna gangi. Svarið er ein­falt; sam­starfið geng­ur vel. Þrátt fyr­ir ólíka flokka þá hef­ur Katrínu, Bjarna og Sig­urði Inga tek­ist að leiða sam­an öfl­ug­an stjórn­ar­meiri­hluta sem náð hef­ur að af­greiða hvert stóra málið á fæt­ur öðru. Sam­starfið á þing­inu al­mennt geng­ur vel og ég hygg að all­ir séu sam­mála um mik­il­vægi þess að vinna að því að auka traust al­menn­ings á okk­ur og störf­um okk­ar. Þriðja fjár­mála­áætl­un þess­ar­ar rík­is­stjórn­ar ligg­ur nú fyr­ir þing­inu og þar sést glöggt að áhersla er lögð á ábyrg rík­is­fjár­mál og upp­bygg­ingu innviða, bæði fé­lags­legra og efn­is­legra. Mik­il áhersla er á heil­brigðismál, um­hverf­is­mál, ný­sköp­un og sam­göng­ur.

Ógn­an­ir í kjöl­far lofts­lags­breyt­inga

Lofts­lags­mál­in eru án efa stærsta áskor­un­in, við ein­fald­lega verðum að ná mark­miðum okk­ar í Par­ís­arsátt­mál­an­um. Fyrsta aðgerðaáætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar í lofts­lags­mál­um var metnaðarfull en nú er unnið að ann­arri út­gáfu þeirr­ar áætl­un­ar og við vit­um að hún þarf að vera enn metnaðarfyllri. Nauðsyn­legt er að við leggj­umst öll á eitt. At­vinnu­lífið þarf að koma að mál­um ásamt ríki, sveit­ar­fé­lög­um, al­menn­ingi og fé­laga­sam­tök­um. Aldrei hef­ur meiri fjár­mun­um verið varið til um­hverf­is­mála en nú er gert enda verk­efnið brýnt. Til að leiða sam­an at­vinnu­lífið og stjórn­völd hef­ur verið stofnaður sam­ráðsvett­vang­ur stjórn­valda og at­vinnu­lífs. Sam­ráðsvett­vang­in­um er ætlað að vinna að auknu sam­starfi og lausn­um á sviði lofts­lags- og um­hverf­is­mála.

Á sama tíma og ég ít­reka mik­il­vægi þess að draga úr los­un og auka bind­ingu þá þurf­um við líka að búa okk­ur und­ir þær breyt­ing­ar sem óhjá­kvæmi­lega verða og eru þegar orðnar. Mikl­ar öfg­ar í veðurfari, hækk­un yf­ir­borðs sjáv­ar, bráðnun jökla og súrn­un sjáv­ar svo eitt­hvað sé nefnt. Skort­ur er á rann­sókn­um og vökt­un á líf­ríki lands­ins og hafs­ins í tengsl­um við lofts­lags­breyt­ing­ar og brýnt er að bæta úr því. Ef ekki er nægi­leg þekk­ing á lík­leg­um af­leiðing­um lofts­lags­breyt­inga og súrn­un hafs­ins er ekki hægt að aðlaga sam­fé­lagið að vænt­an­leg­um breyt­ing­um. Einnig er þá erfitt að byggja ákv­arðanir, svo sem í skipu­lags­mál­um og varðandi varn­ir gegn nátt­úru­vá, á bestu mögu­legu upp­lýs­ing­um um vænt­an­leg­ar breyt­ing­ar á sjáv­ar­stöðu, vatnafari o.fl. þátt­um.

Tæki­færi sem geta fylgt í kjöl­farið

Það kunna líka að vera tæki­færi mitt í ógn­inni, eins og oft er. Breyt­ing­ar á norður­slóðum auka enn mik­il­vægi Íslands út frá staðsetn­ingu okk­ar á jarðar­kúl­unni. Mik­il­vægi þess að við leggj­um okk­ar af mörk­um við að tryggja frið og ör­yggi á norður­slóðum er mikið. Opn­un sigl­inga­leiða get­ur skapað hér á landi mik­il tæki­færi fyr­ir um­skip­un­ar­höfn. Við sjá­um núna svart á hvítu í tengsl­um við loðnu­brest mik­il­vægi þess að auka enn frek­ar haf­rann­sókn­ir og þekkja þau áhrif sem lofts­lags­breyt­ing­ar og nýt­ing auðlinda hef­ur á mat­arkist­una í kring­um okk­ur. Sjáv­ar­út­veg­ur er, og verður, ein af meg­in­stoðum ís­lensks at­vinnu­lífs og því verðum við að tryggja öfl­ug­ar haf­rann­sókn­ir. Nýtt haf­rann­sókna­skip mun skipta miklu máli í þess­um efn­um.

Rann­sókn­ir, ný­sköp­un og þróun

Áhersla á rann­sókn­ir og ný­sköp­un er mik­il í stjórn­arsátt­mál­an­um. Hækkað hef­ur verið end­ur­greiðsluþak vegna rann­sókna, unnið er að ný­sköp­un­ar­stefnu og um­tals­verðum fjár­mun­um verður varið á næstu árum í ný­sköp­un, rann­sókn­ir og þróun. Það mun leiða af sér fjölg­un stoða í at­vinnu­líf­inu og von­andi færa okk­ur frá því að vera fyrst og fremst auðlinda­drifið hag­kerfi í að verða meira hug­vits­drifið hag­kerfi. En þegar kem­ur að rann­sókn­um og ný­sköp­un geta nú­ver­andi stoðir at­vinnu­lífs­ins skipað stór­an sess. Þannig hef­ur á síðustu árum ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tækj­um sem tengj­ast sjáv­ar­út­vegi fjölgað mikið. Bæði eru það fyr­ir­tæki sem full­nýta hrá­efnið og vinna, t.d. lækna­vör­ur og fæðubót­ar­efni úr hrá­efni sem áður var fleygt. Einnig fyr­ir­tæki sem þróa hug­búnað, veiðarfæri og fram­leiðslu­kerfi fyr­ir fisk­vinnsl­ur. Ísland á tæki­færi til að verða einskon­ar kís­ildal­ur sjáv­ar­út­vegs í heim­in­um.

Það sem er að ger­ast á norður­slóðum gef­ur okk­ur líka tæki­færi til að verða leiðandi í rann­sókn­um, vís­ind­um og tækn­iyf­ir­færsl­um á mál­efn­um tengd­um norður­slóðum, þá sér­stak­lega um­hverf­is­mál­um og mál­efn­um hafs­ins. Ísland get­ur leitt sam­an vís­inda­menn alls staðar að úr heim­in­um. Stund­um flækj­ast stjórn­mál­in fyr­ir vís­ind­un­um, sem þau eiga auðvitað ekki að gera, en er þó staðreynd oft á tíðum. Hér á landi gæt­um við búið til hlut­laus­an vett­vang rann­sókna á mál­efn­um tengd norður­slóðum. Þátt­taka okk­ar í Norður­slóðaráðinu er lyk­ill­inn að þessu og for­mennska okk­ar í ráðinu eyk­ur mögu­leika á því að leiða sam­an ólíka aðila til sam­starfs á þess­um vett­vangi. Ísland hef­ur alla burði til að verða vagga rann­sókna, vís­inda og ný­sköp­un­ar í mál­efn­um tengd norður­slóðum.

Okk­ur geng­ur vel en verk­efn­in eru og verða ærin en tæki­fær­in eru líka næg.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 30. mars 2019.