Ferðamál, flug og framleiðsla lambakjöts mál málanna í Mývatnssveit
'}}

Ferðamálin, flugsamgöngur, umhverfismál, sauðfjársamningurinn , samgöngumál almennt, menntamál og innviðamál voru áberandi í umræðunni á opnum fundi þingflokks Sjálfstæðisflokksins á Sel-hótel Mývatni í Skútustaðahreppi síðdegis í dag.

Fundurinn heppnaðist vel, en hann er fimmti opni fundurinn á hringferð þingflokksins um landið sem hófst í gær sunnudaginn 10. febrúar.

Fyrr í dag heimsótti þingflokkurinn Sæplast og Samherja á Dalvík þar sem forsvarsmenn fyrirtækjanna kynntu starfsemi sína og uppbyggingu. Einnig kom hópurinn við á Samgönguminjasafninu á Yztafelli í Köldukinn, skoðaði safnið og fékk kynningu á uppbyggingu þess.

Hluti þingflokksins í heimsókn hjá Samherja á Dalvík.

Næsti fundur er á Húsavík í Hlyni, félagsheimili eldri borgara og hefst hann kl. 19:30.

Þetta er í fyrsta skipti sem þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ferðast allur saman í kjördæmi landsins í kjördæmaviku Alþingis. Þingflokkurinn mun í ferð sinni heimsækja alls um 50 staði á landinu, ýmist með opna fundi eða vinnustaðaheimsóknir.

Dagskrá ferðarinnar má finna á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins hér þar sem einnig verða birtar fréttir úr hringferðinni sem og á samfélagsmiðlum.

 

 

 

 

 

Frá Yztafelli.

Frá Yztafelli.

Frá fundinum við Mývatn.

Frá fundinum við Mývatn.

Frá fundinum við Mývatn.

Frá fundinum við Mývatn.

Frá fundinum við Mývatn.