21 fulltrúum nýsköpunarfyrirtækja og frumkvöðla verður boðið til samninga um nýja verkefnisstyrki alls upp á 350 milljónir króna. Þetta kemur fram í frétt á vef Viðskiptablaðsins. Alls bárust sjónum 224 umsóknir á haustmisseri en á árinu öllu voru umsóknirnar 602 sem er 19% aukning frá fyrra ári.
Verkefnin eru margvísleg, en að þessu sinni fá styrk m.a. verkefni í lyfjaþróun, hugbúnaðargerð, heilsutækni, nýjar lausnir í samfélagslegum áskorunum og nýjungar í matvælaframleiðslu. Í fréttinni kemur einnig fram að mörg þessara nýsköpunarverkefna séu þverfagleg og þau séu á mismunandi stugum, frá frumstigi yfir í verkefni sem eru komin að því að koma nýrri vöru á markað.
Iðnaðarráðherra ber ábyrgð á sjóðnum og hlutverk hans er að styðja við þróunarstarf og rannsóknir í tækniþróun sem stuðla að nýsköpun í íslensku atvinnulífi.
Fréttina á vef Viðskiptablaðsins má finna hér.