Í haust lagði Óli Björn Kárason alþingismaður fram frumvarp til breytinga á lögum um erfðafjárskatt.
Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að þrepaskipta erfðafjárskatti þannig að af fyrstu 75 milljónum dánarbús reiknist 5% erfðafjárskattur. En að erfðafjárskatturinn verði óbreyttur af skattstofni dánarbús umfram 75 milljónir eða 10%.
Frumvarpið er nú til meðferðar hjá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis.
Meðflutningsmenn að frumvarpinu eru; Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Ásmundur Friðriksson, Birgir Ármannsson, Bryndís Haraldsdóttir, Brynjar Níelsson, Haraldur Benediktsson, Jón Gunnarsson, Njáll Trausti Friðbertsson, Páll Magnússon og Vilhjálmur Árnason.
Frumvarpið í heild sinni má finna hér.