Ef það stoppar, settu það á ríkisstyrk
'}}

Óli Björn Kárason alþingismaður:

Enn einu sinni er deilt um sjáv­ar­út­veg í þing­söl­um. Þegar þetta er skrifað er ann­arri umræðu um frum­varp sjáv­ar­út­vegs­ráðherra um veiðigjöld ekki lokið, þótt von­ir hafi staðið til að það tæk­ist áður en þriðju­dag­ur­inn væri all­ur. Þing­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar í Viðreisn, Pír­öt­um og Sam­fylk­ing­unni fara mik­inn. Krefjast hærri veiðigjalda, leggja fram til­lögu um að koll­varpa afla­marks­kerf­inu, kvarta síðan und­an sam­ráðsleysi og að verið sé að „keyra“ málið í gegn­um þingið með óeðli­leg­um hætti og hraða.

Í liðlega 60 daga hef­ur þingið haft frum­varp um veiðigjöld til um­fjöll­un­ar og í gær voru tveir mánuðir frá því að ráðherra mælti fyr­ir mál­inu. At­vinnu­vega­nefnd hef­ur haldið ell­efu fundi og fengið til sín yfir 50 gesti, frá hags­muna­sam­tök­um, fyr­ir­tækj­um, sveit­ar­fé­lög­um, launþega­sam­tök­um og op­in­ber­um stofn­un­um. Nefnd­inni bár­ust 39 skrif­leg­ar um­sagn­ir. Ráðherra fór hring­ferð um landið og hélt ell­efu opna fundi til að kynna frum­varpið, taka þátt í umræðum og eiga skoðana­skipti við fund­ar­gesti. Í rúm­lega tvo mánuði hafa þing­menn haft tæki­færi til að koma á fram­færi at­huga­semd­um og móta til­lög­ur til breyt­inga.

En stjórn­ar­andstaðan er ósátt og legg­ur til að frum­varp­inu verði vísað frá. Til vara hafa for­ystu­menn Pírata, Sam­fylk­ing­ar og Viðreisn­ar lagt fram til­lög­ur til breyt­inga. Þar glitt­ir í gamla drauga. Búa á til gam­aldags milli­færslu­sjóð – „Upp­bygg­ing­ar­sjóð lands­hlut­anna“ – og boðuð er ein­hvers kon­ar út­færsla á fyrn­ingu afla­hlut­deilda. Árið 2011 kom fram stjórn­ar­frum­varp er gerði ráð fyr­ir að kvót­inn yrði innkallaður – fyrn­ing­ar­leið – sam­hliða stór­hækk­un veiðileyf­a­gjalds. Frum­varpið náði ekki fram að ganga. Einn ráðherra þeirr­ar rík­is­stjórn­ar sagði síðar að hug­mynd­in hefði verið „eins og bíl­slys“.

Eigið fé étið upp

Árið 2010 vann dr. Daði Már Kristó­fers­son, pró­fess­or í hag­fræði, grein­ar­gerð um áhrif fyrn­ing­ar­leiðar á af­komu og rekst­ur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja að beiðni nefnd­ar um end­ur­skoðun á stjórn­kerfi fisk­veiða und­ir for­ystu Guðbjarts heit­ins Hann­es­son­ar. Daði Már sagði meðal ann­ars:

„Afla­marks­kerfið hef­ur skapað mik­il verðmæti gegn­um hagræðingu og verðmæt­ari afurðir. Stærst­ur hluti hlut­deild­ar­inn­ar í heild­arafla­marki, var­an­legu veiðiheim­ild­anna, hef­ur skipt um eig­end­ur síðan kerf­inu var komið á. Sá um­fram­hagnaður sem afla­marks­kerfið skapaði hef­ur því þegar verið fjar­lægður að mestu úr fyr­ir­tækj­un­um með sölu afla­heim­ild­anna. Nýir eig­end­ur afla­heim­ilda hagn­ast ekki meira en eðli­legt er miðað við áhætt­una í rekstri út­gerðarfyr­ir­tækja. Þetta tak­mark­ar mjög tæki­færi rík­is­ins til að auka gjald­töku á út­gerðinni án þess að það feli í sér eigna­upp­töku og hafi veru­leg nei­kvæð áhrif á rekstr­ar­skil­yrði henn­ar. Fyrn­ing afla­heim­ilda fel­ur í sér mjög mik­il nei­kvæð áhrif bæði á efna­hag og rekst­ur út­gerðarfyr­ir­tækja. Það sem að óat­huguðu máli gæti litið út fyr­ir að vera óveru­leg fyrn­ing hef­ur í raun afar mik­il nei­kvæð áhrif, enda er verið að svipta út­gerðarfyr­ir­tæk­in lyki­leign­um með var­an­leg­um hætti. Niður­stöður þess­ar­ar grein­ar­gerðar benda til þess að línu­leg fyrn­ing um­fram 0,5% á ári mundi þurrka út hagnað út­gerðar­inn­ar. Fyrn­ing um­fram það er lík­leg til þess að valda viðvar­andi ta­prekstri. Slík lág fyrn­ing mun einnig draga veru­lega úr eig­in fé út­gerðarfyr­ir­tækj­anna. Sam­kvæmt þess­ari grein­ingu mundi um 1% línu­leg fyrn­ing á ári eyða að fullu eig­in fé út­gerðar­inn­ar.“

Daði Már benti einnig á að fyrn­ing afla­heim­ilda hefði ýmis önn­ur nei­kvæð áhrif. Í fyrsta lagi dreif­ist álög­ur á út­gerðina ekki jafnt á byggðir lands­ins held­ur legg­ist þær mun þyngra á svæði þar sem út­gerðin er um­fangs­mik­ill hluti at­vinnu­lífs. Í öðru lagi dragi fyrn­ing úr hvata út­gerðar­inn­ar til góðrar um­gengni um auðlind­ina, því hags­mun­ir henn­ar snú­ast ekki leng­ur um há­mörk­un lang­tíma­v­irðis veiðanna held­ur há­mörk­un skamm­tíma­gróða. Í þriðja lagi fjar­læg­ir fyrn­ing fjár­magn úr virkri nýt­ingu hjá út­gerðarfyr­ir­tækj­um til rík­is­ins, þar sem arðsemi er oft mun minni.

Brimbrjót­ur tækni­fram­fara

Aukn­ar álög­ur, fyrn­ing­ar­leiðir eða aðrar hug­mynd­ir um að koll­varpa stjórn­kerfi fisk­veiða munu ekki aðeins koma niður á sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um.

Sú full­yrðing að sjáv­ar­út­veg­ur­inn sé upp­spretta annarra auðlinda verður illa hrak­in. Fjöl­mörg fyr­ir­tæki sinna marg­vís­legri þjón­ustu við sjáv­ar­út­veg. Glæsi­leg fyr­ir­tæki, sem sum hver eru leiðandi á sínu sviði í heim­in­um, eiga ræt­ur í þjón­ustu við veiðar og vinnslu. Afrakst­ur af sam­starfi há­tæknifyr­ir­tækja og sjáv­ar­út­vegs hef­ur skotið fleiri stoðum und­ir ís­lenskt efna­hags­líf, aukið fjöl­breytni og skapað þúsund­ir starfa. Fram­sæk­in há­tæknifyr­ir­tæki með vel menntuðu starfs­fólki hafa orðið til vegna fjár­fest­inga sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja. Sam­kvæmt grein­ingu Deloitte námu viðskipti ís­lenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja við tæknifyr­ir­tæki tæp­um 50 millj­örðum króna árið 2016. Útflutn­ing­ur á tækni­búnaði og þekk­ingu í sjáv­ar­út­vegi er um­svifa­mik­ill og í stöðugum vexti.

Það er því ekki til­vilj­un að dr. Ásgeir Jóns­son, pró­fess­or í hag­fræði, haldi því fram að sjáv­ar­út­veg­ur hafi verið brimbrjót­ur tækni­fram­fara og ný­sköp­un­ar hér á landi. Sjáv­ar­út­veg­ur er eina at­vinnu­grein­in þar sem við Íslend­ing­ar get­um lýst yfir alþjóðlegri for­ystu! Einn fremsti fræðimaður heims á sviði stofn­ana­hag­fræði, dr. Þrá­inn Eggerts­son pró­fess­or, tel­ur að umræðan um kvóta­kerfið sé „óheil­brigð þrá­hyggja“. Hann hef­ur fært rök fyr­ir því að fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfið sé merki­leg­asta fram­lag Íslands í skipu­lags­mál­um. Aðrar þjóðir líta til skipu­lags ís­lensks sjáv­ar­út­vegs sem fyr­ir­mynd­ar í viðleitni þeirra til að hverfa frá um­fangs­mikl­um rík­is­styrkj­um fyr­ir fisk­veiðar og -vinnslu.

Ef það hreyf­ist

Í heild greiddi sjáv­ar­út­veg­ur­inn um 105 millj­arða króna í tekju­skatt, trygg­inga­gjald og veiðigjald á fimm árum frá 2013 til 2017. Eng­in önn­ur at­vinnu­grein greiddi meira í sam­eig­in­leg­an sjóð lands­manna. Á sama tíma og tek­ist er á um það á Íslandi hversu þung­ar byrðar eigi að leggja á sjáv­ar­út­veg eru fisk­veiðar flestra annarra þjóða á op­in­beru fram­færi.

Íslensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur hef­ur staðist rík­is­styrkta sam­keppni á er­lend­um mörkuðum. En í stað þess að taka þátt í að renna enn styrk­ari stoðum und­ir at­vinnu­grein­ina eru marg­ir stjórn­mála­menn og jafn­vel heilu stjórn­mála­flokk­arn­ir upp­tekn­ir af því að koll­varpa stjórn­kerfi fisk­veiða og draga úr sam­keppn­is­hæfni með of­ur­skött­um og -gjöld­um.

Ronald Reag­an, fyrr­ver­andi for­seti Banda­ríkj­anna, lýsti þess­ari hug­mynda­fræði ágæt­lega: Ef það hreyf­ist, skatt­leggðu það. Ef það held­ur áfram að hreyf­ast, settu lög. Ef það stopp­ar, settu það á rík­is­styrk.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 28. nóvember 2018.