Höfum við nokkuð með hagvöxt að gera?
'}}

Óli Björn Kárason alþingismaður:

För­um aft­ur til árs­ins 1980. Íslend­ing­ar voru tæp­lega 227 þúsund. Verg lands­fram­leiðsla nam alls 878 millj­örðum króna á verðlagi síðasta árs. Það ár heim­sóttu tæp­lega 66 þúsund er­lend­ir ferðamenn landið. Lág­marks­taxti verka­manna­launa var tæp­ar 16 krón­ur sem jafn­gilda rúm­um 872 krón­um á verðlagi síðasta árs.

Verðbólga frá upp­hafi til loka árs 1980 var um 56%. Íslend­ing­um hafði ekki tek­ist vel upp við að tryggja stöðug­leika í efna­hags­mál­um og allt frá 1971 hafði verðbólgu­draug­ur­inn herjað á lands­menn. Verðbólga var krón­ísk. Árin 1980, 1981 og 1982 var verðbólga alltaf yfir 50% og árið 1983 var verðbólga 84% og fór á tíma­bili upp í 130%. Á sex árum frá 1980 til loka árs 1985 liðlega ell­efufaldaðist verðlag – hækkaði um meira en 1.000%. Mynt­breyt­ing­in árið 1981 skipti engu en þá voru felld brott tvö núll af verðgildi krón­unn­ar, þannig að 100 gaml­ar krón­ur urðu að 1 nýkrónu.

Hrunadans í tutt­ugu ár

Íslensk­ur veru­leiki ein­kennd­ist af geng­is­fell­ing­um og til að „lina“ sárs­auk­ann töluðu stjórn­mála­menn um geng­is­sig og gengisaðlög­un. Gengi krón­unn­ar var helsta stjórn­tæki efna­hags­mála. Vanda út­flutn­ings­greina – ekki síst út­gerðar og fisk­vinnslu – var velt yfir á al­menn­ing með reglu­leg­um geng­is­fell­ing­um. Óhag­kvæmni og stöðnun í sjáv­ar­út­vegi, fyr­ir inn­leiðingu kvóta­kerf­is­ins, var þung­ur baggi sem launa­fólk þurfti að bera í formi lak­ari lífs­kjara. Hækk­un launa var brennd á báli óðaverðbólgu.

Eft­ir hrunadans í tutt­ugu ár, á átt­unda og ní­una ára­tug síðustu ald­ar, voru aðilar vinnu­markaðar­ins bún­ir að fá nóg. Þeir tóku mál­in í sín­ar hend­ur, Ein­ar Odd­ur Kristjáns­son, formaður Vinnu­veit­enda­sam­bands­ins, Ásmund­ur Stef­áns­son, formaður ASÍ, og Guðmund­ur J. Guðmunds­son, formaður Dags­brún­ar, lögðu grunn­inn að þjóðarsátt­ar­samn­ing­un­um í fe­brú­ar 1990. Mark­miðið var að treysta und­ir­stöður at­vinnu­lífs­ins og rjúfa víxl­verk­un verðlags og launa. Komið var í veg fyr­ir að verðbóga æti launa­hækk­an­ir upp.

Hægt og bít­andi tókst að leggja grunn að nýju fram­fara­skeiði á síðustu árum 20. ald­ar­inn­ar. Meiri festa komst á rík­is­fjár­mál­in, kvóta­kerfi í sjáv­ar­út­vegi leiddi til auk­inn­ar hag­kvæmni og arðsemi, samn­ing­ur­inn um Evr­ópska efna­hags­svæðið opnaði áður óþekkta mögu­leika og styrkti efna­hags­lega stöðu lands­ins.

Hætt­ur og gaml­ar grill­ur

Þrátt fyr­ir al­var­leg áföll í kjöl­far falls bank­anna 2008 hef­ur ís­lenskt sam­fé­lag gjör­breyst frá ár­inu 1980 og lífs­kjör eru allt önn­ur og betri. Ísland er í hópi mestu vel­meg­un­ar­sam­fé­laga í heimi og skipt­ir engu hvaða mæli­kv­arða stuðst er við.

Síðustu ár hafa verið Íslend­ing­um sér­lega hag­felld í flestu. Staða rík­is­sjóðs er sterk og kaup­mátt­ur launa hef­ur aldrei verið meiri. Lífs­kjör lang­flestra lands­manna hafa batnað veru­lega þótt enn glími sum­ir við fjár­hags­lega erfiðleika. Mark­mið kom­andi kjara­samn­inga hlýt­ur fyrst og síðast að miða að því að styrkja stöðu þeirra sem lak­ast standa um leið og stöðug­leiki síðustu ára er end­an­lega fest­ur í sessi.

Í vel­gengni fel­ast hins veg­ar hætt­ur og gaml­ar grill­ur fá stund­um nýja vængi. Her­ská­ar yf­ir­lýs­ing­ar um stétta­bar­áttu eru enduróm­ur fyrri tíma. At­hafna­menn og fyr­ir­tæki eru tor­tryggð. Kapí­tal­ismi – frjáls markaðsbú­skap­ur – með sín­um „enda­lausa hag­vexti“, er sagður leiða Íslend­inga og mann­kynið allt til glöt­un­ar. Vegna þessa er því haldið fram að koma verði bönd­um á frjáls viðskipti og tak­marka hinn „enda­lausa hag­vöxt“. Þegar horft er á hálf­tómt glasið blasa endi­mörg hag­vaxt­ar­ins við.

Verri lífs­kjör án hag­vaxt­ar

Árið 1980 nam verg lands­fram­leiðslan hér á landi um 878 millj­örðum króna á verðlagi síðasta árs. Þetta jafn­gilti tæp­um 3,9 millj­ón­um króna á hvern Íslend­ing. Á þeim 38 árum sem liðin eru hef­ur Íslend­ing­um fjölgað um 111 þúsund og á síðasta ári nam lands­fram­leiðslan um 2.615 millj­örðum króna eða rúm­lega 7,7 millj­ón­um á hvern íbúa. Án hins „enda­lausa hag­vaxt­ar“ hefði lands­fram­leiðslan á mann aðeins numið tæp­um 2,6 millj­ón­um króna – nær 1,3 millj­ón­um króna minna að raun­v­irði en 1980.

Þetta þýðir ein­fald­lega að án hag­vaxt­ar hefðu lífs­kjör hér á landi versnað. Vel­ferðar­kerfið stæði á brauðfót­um. Mögu­leik­ar okk­ar að halda úti öfl­ugu sam­trygg­inga­kerfi, heil­brigðis- og mennta­kerfi væru ekki fyr­ir hendi.

Bætt lífs­kjör sam­fé­laga verða ekki sótt annað en í aukna verðmæta­sköp­un – hag­vöxt. Stöðnun eða minni aukn­ing verðmæta­sköp­un­ar, en nem­ur fjölg­un íbú­anna, leiðir til lak­ari kjara. Kökusneiðin sem kem­ur í hlut hvers og eins verður minni.

Þeir sem alltaf sjá glasið hálf­tómt eiga erfitt með átta sig á eðli frjáls markaðar og skynja ekki hug­vit manns­ins sem er ótak­mörkuð auðlind. Skilja ekki sam­hengið milli fram­boðs og eft­ir­spurn­ar, hvernig verð leik­ur þar lyk­il­hlut­verk.

Hug­mynda­smiðir sem tala af fyr­ir­litn­ingu um hinn „vonda hag­vöxt“ kapí­tal­ism­ans hafa alltaf verið blind­ir á drif­kraft manns­hug­ans og framþróun í vís­ind­um og tækni. Hafa aldrei kom­ist til botns í því hvernig frjáls­um markaði tekst stöðugt að finna hag­kvæm­ari leiðir til fram­leiða lífs­gæðin.

Verk­efni stjórn­valda

Dóms­dags­spá­menn sjá ekki tæki­færi framtíðar­inn­ar. Dökk óveðurs­ský byrgja þeim sýn. Við því er lítið að gera annað en koma í veg fyr­ir að þeir hafi áhrif á stefnu stjórn­valda eða á störf aðila vinnu­markaðar­ins á hverj­um tíma.

Eitt helsta verk­efni stjórn­valda, hér eft­ir sem hingað til, er ekki aðeins að tryggja stöðug­leika í efna­hags­mál­um held­ur standa þannig að mál­um að til sé frjór jarðveg­ur frjálsra viðskipta og hag­vaxt­ar. Þannig stækk­um við kök­una og kom­um í veg fyr­ir sím­innk­andi sneið sem ann­ars kæmi í hlut hvers og eins.

Það tek­ur 70 ár að tvö­falda lands­fram­leiðsluna ef hag­vöxt­ur er að meðaltali 1% á ári. Tak­ist að tryggja 3% vöxt efna­hags­lífs­ins tvö­fald­ast verðmæt­in á 23 árum. Á tæp­um 18 árum tvö­fald­ast verðmæt­in – kak­an verður tvö­falt stærri – ef hag­vöxt­ur er að meðaltali 4%.

Höf­um við nokkuð með hag­vöxt að gera? Hver og einn verður að svara þess­ari spurn­ingu fyr­ir sig og sína.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 21. nóvember 2018.