Fjögurra milljarða króna forskot
'}}

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis og ritari Sjálfstæðisflokksins:

Það er nauðsyn­legt að hugsa reglu­lega um hlut­verk stofn­ana rík­is­ins, hvort fjár­magn sé vel nýtt og hvort starf­sem­in eigi yfir höfuð að eiga vera á veg­um rík­is­ins.

Rík­is­út­varpið er ein þess­ara stofn­ana. Sam­kvæmt lög­um er mark­mið þess að stuðla að lýðræðis­legri umræðu, menningarlegri fjöl­breytni og fé­lags­legri sam­heldni í ís­lensku sam­fé­lagi með fjöl­miðlaþjón­ustu í al­mannaþágu. Því er ætlað að leggja rækt við ís­lenska tungu, menn­ingu, sögu þjóðar­inn­ar og menn­ing­ar­arf­leifð.

Það er ljóst að Rík­is­út­varpið sinn­ir þessu hlut­verki skv. lög­um. En það gera aðrir fjöl­miðlar einnig. Aðrar sjón­varps- og útvarps­stöðvar, stór­ar og smá­ar, fram­leiða vandað ís­lenskt efni, miðla upp­lýs­ing­um, sinna afþrey­ing­ar­hlut­verki og þannig mætti áfram telja. Það sama gild­ir um prent- og vef­miðla. Hraðar tækni­breyt­ing­ar gefa okk­ur enn meiri ástæðu til að end­ur­skoða hlut­verk rík­is­fjöl­miðils. Starf­semi Rík­is­út­varps­ins, líkt og annarra, þarf að breyt­ast í takt við þær.

Aðrir fjöl­miðlar, sem ekki eru kostaðir af rík­inu, hafa í lengri tíma bent á erfitt rekstr­ar­um­hverfi. Sam­keppn­is­staðan verður ekki betri þegar rík­is­fjöl­miðill­inn fær um fjóra millj­arða króna á ári í út­varps­gjald og rúma tvo millj­arða í aug­lýs­inga­tekj­ur. Frjáls­ir fjöl­miðlar eru að keppa um sömu aug­lýs­inga­tekj­ur við Rík­is­út­varpið, sem er þó með fjög­urra millj­arða króna for­skot frá skatt­greiðend­um. Ný­lega var fjallað um fram­göngu ríkisfjöl­miðils­ins á aug­lýs­inga­markaði í aðdrag­anda HM í knattspyrnu. Það er ljóst að fjöl­miðlar í einka­rekstri hafa ekki sömu burði til að keppa á þeim markaði óbreytt­um.

Frjáls­ir fjöl­miðlar eru grund­völl­ur fjöl­breyttr­ar og gagn­rýn­inn­ar umræðu í sam­fé­lag­inu. Þeir eru vett­vang­ur skoðana­skipta, miðlun upp­lýs­inga og fjöl­breytt flóra ís­lenskra fjöl­miðla sem sinn­ir einnig því mik­il­væga hlut­verki að vernda ís­lenska tungu. Nefnd um rekstr­ar­um­hverfi einka­rek­inna fjöl­miðla skilaði í byrj­un þessa árs til­lög­um um það hvernig bæta megi rekstrarum­hverfi fjöl­miðla þannig að þeir geti sinnt hlut­verki sínu með öfl­ugri hætti. Ein af þess­um til­lög­um var sú að Ríkisút­varpið myndi víkja af aug­lýs­inga­markaði. Það er til­laga sem þarf að skoða af fullri al­vöru.

All­ir of­an­greind­ir þætt­ir leiða til þess að rétt er að ræða af yfirveg­un starf­semi og rekst­ur Rík­is­út­varps­ins. Það er hægt að gera án þess að leggj­ast í skot­graf­ir og stjórn­mála­menn eiga líka að geta haft skoðun á rekstri fé­lags­ins án þess að verða tekn­ir sér­stak­lega fyr­ir. Hér er ekki lagt til að RÚV verði lagt niður í nú­ver­andi mynd, en það má vel velta því fyr­ir sér hvort ekki sé hægt að reka öfl­ug­an fjöl­miðil fyr­ir fjóra millj­arða á ári og leyfa einka­rekn­um fjöl­miðlum að keppa um auglýsingatekjur á sann­gjörn­um og eðli­leg­um markaði.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 6. júlí 2018