Hver ákvað að iðnnám væri lítils virði?
'}}

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis og ritari Sjálfstæðisflokksins: 

Síðustu daga hef­ur verið um­fjöll­un um mál manns sem ekki fær inn­göngu í lög­reglu­nám við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri vegna þess að hann hef­ur lokið iðnnámi en ekki bók­námi. Þetta til­vik er dæmi um það hversu iðnnám á Íslandi er lít­ils metið. Á sama tíma er talað um nauðsyn þess að fjölga út­skrifuðum nem­end­um í iðn-, raun- og tækni­grein­um. Það skýt­ur skökku við að um leið og við töl­um fyr­ir efl­ingu iðn- og verk­náms þá er allt kerfið mjög tregt til að stíga raun­veru­leg skref til breyt­inga.

Lög­reglu­nám­inu var breytt árið 2016 þegar það var fært upp á há­skóla­stig. Mennt­un lög­reglu­manna er mik­il­væg­ur þátt­ur í bættri lög­gæslu og er námið nú sam­bæri­legt við mennt­un lög­reglu í öðrum Evr­ópu­ríkj­um. Þætt­ir eins og netör­yggi, vöxt­ur skipu­lagðrar glæp­a­starf­semi, pen­ingaþvætti og vax­andi hryðju­verka­ógn eru þær hætt­ur sem Evr­ópu­ríki líta helst til og kalla á aukna þekk­ingu og þjálf­un lög­reglu­manna. Að sama skapi þarf mennt­un­in að svara kalli tím­ans hverju sinni. Þrátt fyr­ir að hafa gert mikl­ar breyt­ing­ar á nám­inu verðum við að vera til­bú­in að meta hvort það þurfi að gera aðrar breyt­ing­ar sam­hliða.

Mik­ill skort­ur er á nem­end­um í verk- og iðnnámi. Það er ekki ein­ung­is vanda­mál hér á landi held­ur alþjóðlegt. Ein ástæða þess er sú að við leggj­um gríðarlega mikið upp úr því að ein­stak­ling­ar ljúki bók­námi, sem felst í stúd­ents­prófi til að bæta við sig mennt­un. Aðilar sem eru orðnir meist­ar­ar í sinni iðngrein hafa lokið iðnnámi (sem er að mikl­um hluta bók­legt), samn­ings­tíma, jafn­vel sveins­prófi, meist­ara­skóla og fengið meist­ara­rétt­indi eru sam­kvæmt kerf­inu ekki til þess bær­ir að mennta sig frek­ar þar sem þeir hafa ekki lokið stúd­ents­prófi. Það hlýt­ur hver maður að sjá að svona get­ur þetta ekki verið.

Hér á sér stað kerf­is­vandi. Megin­áhersla kerf­is­ins hef­ur sem fyrr seg­ir verið á bók­nám. Þar af leiðir að við sjá­um fjölda fólks út­skrif­ast úr bók­legu há­skóla­námi. Stór hluti þeirra sem út­skrif­ast úr bók­legu há­skóla­námi mun í framtíðinni starfa hjá hinu op­in­bera. Sú þróun stend­ur ekki und­ir sér til lengri tíma. Því þurf­um við aukna fjöl­breytni í mennt­un og fleiri tæki­færi fyr­ir ein­stak­linga til að bæta við sig mennt­un.

Flest­ir þeirra sem ljúka iðn- og tækni­námi verða sjálf­stæðir at­vinnu­rek­end­ur. Þetta eru upp til hópa hörkudug­leg­ir ein­stak­ling­ar sem eiga ekki að þurfa að þola það að kerfið setji þeim stól­inn fyr­ir dyrn­ar. Við eig­um að ýta und­ir fjöl­breytt val í mennta­kerf­inu okk­ar og hjálpa öll­um ein­stak­ling­um að finna sér þann far­veg í líf­inu sem hent­ar þeim best. Það þarf að breyta kerf­inu með þeim hætti að þeir sem lokið hafa iðnnámi eigi þess kost að bæta við sig námi. Til þess þarf kerfið að þora að gera breyt­ing­ar, ekki bara tala um það án þess að nokkuð ger­ist.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 27. júní 2018