Málefnasamningur við I-lista í Fjallabyggð
'}}

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn í Fjalla­byggð og I-listi Betri Fjalla­byggðar  undirrituðu málefnasamning um meirihlutasamstarf þann 29. maí sl. Frá þessu greinir fréttasíðan trolli.is.

Odd­vit­ar flokk­anna, þær Helga Helga­dótt­ir (D-lista) og Ingi­björg Guðlaug Jóns­dótt­ir (I-lista), und­ir­rituðu samn­ing­inn í ráðhúsi Fjalla­byggðar á miðvikudagskvöld eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 44,66% fylgi í nýliðnum kosningum eða þrjá menn kjörna og I-listi Betri Fjallabyggðar hlaut 24,61% atkvæða og tvo menn kjörna. Meirihlutalistarnir hafa því 69,27% fylgi á bak við sig og 5 bæjarfulltrúa af 7.

Í fréttinni kemur fram að mál­efna­samn­ing­ur­inn verður birt­ur eft­ir fund bæj­ar­stjórn­ar Fjalla­byggðar þann 13. júní.