Kristján Þór Magnússon, bæjarstjóri, leiðir D-lista Sjálfstæðismanna í Norðurþingi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Í öðru sætinu er Helena Eydís Ingólfsdóttir, verkefnastjóri hjá Þekkingarsetri Þingeyinga. Í þriðja sætinu er Örlygur Hnefill Örlygsson, sveitarstjórnarfulltrúi og leiðbeinandi í leikskóla og í fjórða sætinu er Heiðbjört Ólafsdóttir, garðyrkjubóndi.
Listinn er skipaður 9 konum og 9 körlum.
Listinn í heild:
- Kristján Þór Magnússon, bæjarstjóri, Húsavík
- Helena Eydís Ingólfsdóttir, verkefnastjóri hjá Þekkingarsetri Þingeyinga, Húsavík
- Örlygur Hnefill Örlygsson, sveitarstjórnarfulltrúi og leiðbeinandi í leikskóla, Húsavík
- Heiðbjört Ólafsdóttir, garðyrkjubóndi á Hveravöllum, Reykjahverfi
- Birna Ásgeirsdóttir, starfsmaður á Þekkingarsetri Þingeyinga, Húsavík
- Kristinn Jóhann Lund, húsasmiður, Húsavík
- Stefán Jón Sigurgeirsson, sveitarstjórnarfulltrúi og fjármálastjóri, Húsavík
- Jóhanna Kristjánsdóttir, verkefnastjóri hjúkrunar hjá HSN, Húsavík
- Hilmar Kári Þráinsson, bóndi, Reykjahverfi
- Karólína Kristín Gunnlaugsdóttir, viðskiptafræðingur, Húsavík
- Sigurgeir Höskuldsson, vöruþróunarstjóri og matvælafræðingur, Húsavík
- Hugrún Elva Þorgeirsdóttir, fiskvinnslukona, Raufarhöfn
- Oddur Vilhelm Jóhannsson, útgerðarmaður, Húsavík
- Kasia Osipowska, starfsmaður hjá Hvammi, Húsavík
- Sigurjón Steinsson, framkvæmdastjóri GeoSea, Húsavík
- Elísa Elmarsdóttir, bókari, Húsavík
- Arnar Guðmundsson, ráðgjafi hjá Sjóvá, Húsavík
- Olga Gísladóttir, sveitarstjórnarfulltrúi og verkstjóri, Öxarfirði