D-listi Sjálfstæðismanna í Grindavík
'}}

Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður og forseti bæjarstjórnar í Grindavík leiðir D-lista Sjálfstæðisflokksins í bæjarfélaginu fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

Birgitta Hrund Káradóttir, viðskiptastjóri, er í öðru sætinu. Guðmundur Pálsson, tannlæknir og bæjarfulltrúi í þriðja sætinu og Jóna Rut Jónsdóttir, sölufulltrúi og bæjarfulltrúi í fjórða sætinu.

Vilhjálmur Árnason, alþingismaður, skipar heiðurssæti listans.

Listinn er skipaður 7 konum og 7 körlum.

Listinn í heild:

1. Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður og forseti bæjarstjórnar
2. Birgitta Káradóttir, viðskiptastjóri
3. Guðmundur Pálsson, tannlæknir og bæjarfulltrúi
4. Jóna Rut Jónsdóttir, sölufulltrúi og bæjarfulltrúi
5. Irmý Rós Þorsteinsdóttir, þjónustustjóri
6. Gunnar Harðarsson, starfar við rafvirkjun
7. Margrét Kristín Pétursdóttir, líftæknifræðingur
8. Garðar Alfreðsson, flugmaður
9. Valgerður Söring Valmundsdóttir, hafnarvörður
10. Sigurður Guðjón Gíslason, viðskiptafræðingur
11. Ómar Davíð Ólafsson, verkstjóri
12. Teresa Birna Björnsdóttir, kennaranemi
13. Klara Halldórsdóttir, sölustjóri
14. Vilhjálmur Árnason, alþingismaður