Lilja Björg Ágústsdóttir, grunnskólakennari og lögfræðingur, er oddviti D-listans í Borgarbyggð fyrir komandi kosningar. Silja Eyrún Steingrímsdóttir, stjórnsýslufræðingur og skrifstofustjóri, er í öðru sæti.
Sigurður Guðmundsson, íþróttafræðingur, er í þriðja sæti, Axel Freyr Eiríksson, kennaranemi, er í fjórða sæti og Sigurjón Helgason, bóndi, er í fimmta sæti. Í heiðurssætinu er Björn Bjarki Þorsteinsson, forseti bæjarstjórnar og framkvæmdastjóri. 11 karlar og 7 konur skipa listann.
Listinn í heild:
- Lilja Björg Ágústsdóttir, grunnskólakennari og lögfræðingur, Signýjarstöðum í Hálsasveit.
- Silja Eyrún Steingrímsdóttir, stjórnsýslufræðingur og skrifstofustjóri, Borgarnesi.
- Sigurður Guðmundsson, íþróttafræðingur, Hvanneyri.
- Axel Freyr Eiríksson, kennaranemi, Ferjukoti.
- Sigurjón Helgason, bóndi á Mel í Hraunhreppi.
- Haraldur M. Stefánsson, grasvalla- og íþróttafræðingur, Borgarnesi.
- Gunnar Örn Guðmundsson, dýralæknir, Hvanneyri.
- Heiða Dís Fjeldsted, bóndi og reiðkennari, Ferjukoti.
- Bryndís Brynjólfsdóttir, viðskiptafræðingur og bústjóri, Dal í Reykholtsdal.
- Sigurþór Ágústsson, verkamaður, Borgarnesi.
- Íris Gunnarsdóttir, viðskiptafræðingur, Bifröst.
- Fannar Þór Kristjánsson, smiður, Borgarnesi.
- Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst.
- Þorlákur Magnús Níelsson, matreiðslumeistari, Borgarnesi.
- Guðrún María Harðardóttir, fv. póstmeistari, Borgarnesi.
- Magnús B. Jónsson, fyrrverandi rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, Hvanneyri.
- Ingibjörg Hargrave, húsmóðir, Borgarnesi
- Björn Bjarki Þorsteinsson, framkvæmdastjóri, Borgarnesi.