Samþykkt var á fjölmennum félagsfundi Varðar – Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í kvöld að leiðtogaprófkjör, í samræmi við 24. gr. prófkjörsreglna Sjálfstæðisflokksins, fari fram laugardaginn 27. janúar 2018.
Í leiðtogaprófkjörinu munu flokksmenn velja oddvita framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar sem fram fara vorið 2018. Stjórn Varðar bar þá tillögu upp fyrir fundinn í kvöld að leiðtogaprófkjör, í samræmi við 24. gr. prófkjörsreglna Sjálfstæðisflokksins, fari fram laugardaginn 27. janúar 2018. Mikill einhugur var um þá tillögu