Ísland er í fyrsta sæti á lista yfir efnahagslegan árangur samkvæmt Positive Economy Index 2017 en niðurstöður þess efnis voru birtar þann 1. september síðastliðinn.
Þegar árangur OECD-ríkja er mældur samkvæmt staðli þessum þá er m.a. litið til mælakvarða á borð við menntastefnu, samfélagslegt traust, endurnýjanlegrar orkunotkunar og jákvæðrar skuldastefnu.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins ávarpaði ráðstefnuna þar sem niðurstöðurnar voru kynntar og svaraði jafnframt spurningum Jaques Attali, stofnanda vettvangsins.