Ísland í fyrsta sæti á Positi­ve Economy Index 2017
'}}

Ísland er í fyrsta sæti á lista yfir efna­hags­leg­an ár­ang­ur sam­kvæmt Positi­ve Economy Index 2017 en niðurstöður þess efnis voru birtar þann 1. september síðastliðinn.

Þegar árangur OECD-ríkja er mældur samkvæmt staðli þessum þá er m.a. litið til mælakvarða á borð við menntastefnu, samfélagslegt traust, endurnýjanlegrar orkunotkunar og jákvæðrar skuldastefnu.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins ávarpaði ráðstefnuna þar sem niðurstöðurnar voru kynntar og svaraði jafnframt spurningum Jaqu­es Attali, stofn­anda vett­vangs­ins.