Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur í borginni

Sjálfstæðisflokkurinn fengi umtalsvert fleiri atkvæði en aðrir flokkar í Reykjavík ef kosið yrði til borgarstjórnar í dag, miðað við niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem framkvæmd var dagana 28. og 29. ágúst.

Samkvæmt könnuninni mælist Sjálfstæðsiflokkurinn með 34,2 prósent en það er næstum því tvöfalt það fylgi sem næsti flokkur á eftir, Vinstrihreyfingin grænt framboð, mælist með.

Nánari útlistun á niðurstöðum skoðanakönnunarinnar er að finna á visir.is.