Ný stjórn Landssambands sjálfstæðiskvenna var kjörin á aukaaðalfundi sambandsins sem haldinn var þriðjudaginn 5. apríl. Sjö nýjar konur taka sæti í aðalstjórn og 8 í varastjórn. Þá var Vala Pálsdóttir, kjörin formaður Landssambandsins.
Vala hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu. Hún starfaði m.a. um árabil á RÚV og sem forstöðumaður fjárfestatengsla hjá Íslandsbanka. Vala er með B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og lauk meistaragráðu í alþjóðamarkaðssamskiptum frá Emerson College í Boston í ágúst 2016. Vala hefur starfað fyrir Sjálfstæðisflokkinn um árabil, hún var kosningastjóri Ólafar Nordal í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík s.l. haust og starfaði með Ólöfu fram yfir alþingiskosningarnar.
Stjórnin hefur þegar tekið til starfa og mun sitja fram að næsta aðalfundi að ári.
Auk Völu vöru kjörnar í aðalstjórn
Áslaug J. Jensdóttir, Ísafirði
Bergþóra Þórhallsdóttir, Akureyri
Dýrunn Pála Skaftadóttir, Neskaupsstað
Gauja Hálfdánardóttir, Kópavogi
Herdís Anna Þorvaldsdóttir, Reykjavík
Ingibjörg Guðmundsdóttir, Reykjavík
Íris Róbertsdóttir, Vestmannaeyjum
Jóhanna S. Pálsdóttir, Reykjavík
Lilja Birgisdóttir, Reykjavík
Nanna Kristín Tryggvadóttir, Kópavogi
Sigurrós Þorgrímsdóttir, Kópavogi
Sirrý Hallgrímsdóttir, Reykjavík
Svava Þórhildur Hjaltalín, Akureyri
Varastjórn:
Arndís Kristjánsdóttir, Reykjavík
Ásta Roth, Reykjavík
Ásthildur Sturludóttir, Vesturbyggð
Björg Fenger, Garðabæ
Elsa Dóra Grétarsdóttir, Reykjavík
Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, Hafnarfirði
Halldóra Björk Jónsdóttir, Garðabæ
Helga Guðný Sigurðardóttir, Kópavogi
Hulda Guðmunda Óskarsdóttir, Reykjavík
Jóhanna Hallgrímsdóttir, Reyðarfirði
Laufey Sif Lárusdóttir, Hveragerði
Margrét Björnsdóttir, Kópavogi
Margrét Kristín Sigurðardóttir, Garðabæ
Sjöfn Þórðardóttir, Seltjarnarnesi