Vinnustaðaheimsóknir þingmanna Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
'}}

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík munu á næstu misserum heimsækja vinnustaði víða um höfuðborgina til að eiga samtal við bæði starfsmenn og atvinnurekendur um málefni líðandi stundar.

Stefnt er að því að heimsækja einn vinnustað fyrsta föstudag hvers mánaðar kl. 13:00.

Þau fyrirtæki sem hafa áhuga á að fá þingmenn í heimsókn til sín geta bókað slíka heimsókn með því að senda tölvupóst á netfangið skuli@xd.is eða með því að hafa samband í síma: 515-1700.