Kjörstaðir í Norðvestur
'}}

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fer fram laugardaginn 3. september 2016 vegna uppstillingar á lista flokksins fyrir kosningar til Alþingis í haust.

Kjörstaðir verða opnir frá kl. 11:00 til 19:00 á kjördag 3. september 2016

Akranes:

Smiðjuvellir 32 verslunarmiðstöð

Borgarnes:

Hjálmaklettur (Menntaskóli Borgarfjarðar)

Hvanneyri:

Skemman (Borgarbyggð sunnan Hvítár, Skorradalshreppur og Hvalfjarðarsveit)

Ólafsvík:

Ennisbraut 1

Grundarfjörður:

Sjálfstæðishúsið Grundargötu 24

Stykkishólmur:

Hafnargata 9, skrifstofa Snæfells í Sæmundarpakkhúsi

Búðardalur:

Í húsi Rauða krossins á Vesturbraut

Reykhólar:

óvíst

Patreksfjörður:

Safnaðarheimili

Ísafjörður:

Aðalstræti 20, Sjallinn

Hólmavík:

Kópnesbraut 7, kvenfélagshúsið

Blönduós:

Húnabraut 13 (salur Búnaðars. Húnaþings og Stranda)

Skagaströnd:

Bjarmanes kaffihús

Sauðárkrókur:

Kaupvangstorg 1

Heimamenn í Búðardal/Reykhólum hafa ekki enn tilkynnt um kjörstað eða kjörnefndarmenn og því er óvíst að kosið verði á þessum stöðum. Verði það ekki en vilji flokksmenn af þessu svæði taka þátt í prófkjörinu verða þeir að kjósa utankjörstaða á öðrum kjörstöðum í prófkjörinu eða í Valhöll.

Flokksmenn geta kosið annars staðar en þeir eiga að gera skv. lögheimili en þá kjósa þeir utankjörstaða.

Mikilvægt að þeir sem ætla að kjósa og telja sig vera í Sjálfstæðisflokknum athugi hvort það sé ekki rétt. Séu þeir ekki félagsmenn þurfa þeir að ganga í flokkinn og kjósa utankjörstaða. Kjörskrá (félagatal) er í Valhöll.

Þessir eiga rétt á að taka þátt í prófkjörinu, sbr. prófkjörsreglur Sjálfstæðisflokksins:

a) Allir fullgildir meðlimir sjálfstæðisfélaganna í kjördæminu sem þar eru búsettir.

b) Þeir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins, sem eiga munu kosningarrétt í kjördæminu við kosningarnar og undirritað hafa inntökubeiðni í sjálfstæðisfélag í kjördæminu fyrir lok kjörfundar og teljast þar með komnir á flokksskrá.

Þessir eru í framboði í prófkjörinu:

Aðalsteinn Arason, verktaki
Gísli Elís Úlfarsson, kaupmaður
Guðmundur Júlíusson, nemi
Hafdís Gunnarsdóttir, forstöðukona
Haraldur Benediktsson, alþingsmaður og bóndi
Jónas Þór Birgisson, lyfjafræðingur
Jónína Erna Arnardóttir, tónlistarkennari
Steinþór Bragason, framkvæmdastjóri
Teitur Björn Einarsson, aðstoðarmaður ráðherra
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, aðstoðarmaður ráðherra

f.h. kjörnefndar

Ingi Tryggvason formaður

(ingi@lit.is s. 860 2181)