Kjörstaðir í prófkjörinu í Reykjavík
'}}

Kosið verður á fjórum kjörstjöðum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fram fer laugardaginn 3. september.

Prófkjörið er opið öllum flokksbundnum sjálfstæðismönnum, sem náð hafa 15 ára aldri þegar prófkjörið fer fram. Athuga ber að þeir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins sem ganga í flokkinn á kjördegi skulu hafa náð 18 ára aldri á kjördag 29. október 2016, þ.e. hafa atkvæðisrétt í alþingiskosningunum.

Kjörstaðir eru opnir frá kl. 10:00 – 18:00 og eru þeir eftirfarandi:

1. Kjörhverfi
Vestur‐ og Miðbæjarhverfi, Nes‐ og Melahverfi og Miðbæjar‐ og Norðurmýrarhverfi. Öll byggðin vestan Rauðarárstígs að Miklubraut.
Kjörstaður: Valhöll, Háaleitisbraut 1.

2. Kjörhverfi
Hlíða‐ og Holtahverfi, Laugarnes‐ og Túnahverfi og Langholtshverfi. Öll byggð er afmarkast af 1. kjörhverfi í vestur og suður. Öll byggð vestan Kringlumýrarbrautar að Suðurlandsbraut og öll byggð norðan Suðurlandsbrautar.
Kjörstaður: Valhöll, Háaleitisbraut 1.

3. Kjörhverfi
Háaleitishverfi, Smáíbúða, Bústaða‐ og Fossvogshverfi. Hverfið afmarkast af Kringlumýrarbraut í vestur, Suðurlandsbraut í norður og Reykjanesbraut í austur.
Kjörstaður: Valhöll, Háaleitisbraut 1.

4. Kjörhverfi
Árbæjar‐ og Seláshverfi, Ártúns‐ og Norðlingaholt.
Kjörstaður: Félagsheimili Sjálfstæðisfélagsins, Hraunbær 102b (við hliðina á Skalla).

5. Kjörhverfi
Hóla‐ og Fellahverfi, Bakka‐ og Stekkjahverfi, Skóga‐ og Seljahverfi.
Kjörstaður: Félagsheimili Sjálfstæðisfélaganna Mjódd, Álfabakka 14a.

6. Kjörhverfi
Grafarvogur, Bryggjuhverfi, Grafarholt, Úlfarsárdalur og Kjalarnes.
Kjörstaður: Hverafold 1-3, 2. hæð.