Áfengisfrumvarpið afgreitt úr nefnd
'}}

Áfengisfrumvarpið hefur verið afgreitt úr nefnd og er tilbúið í aðra umræðu. Unnur Brá Konráðsdóttir staðfesti þetta í samtali við Viðskiptablaðið. Vilhjálmur Árnason, þingmaður fer fyrir frumvarpinu í annarri umræðu.

Unnur Brá og Vilhjálmur skipa meirihluta nefndarinnar í málinu auk Karls Garðarssonar, en auk þeirra mæla þeir Guðmundur Steingrímsson og Helgi Hrafn Gunnarsson með samþykkt frumvarpsins með fyrirvara. Í minnihluta nefndarinnar eru þær Líneik Anna Sævarsdóttir, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Jóhanna María Sigmundsdóttir og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir.