Vörður, fulltrúaráðið í Reykjavík, stendur fyrir frambjóðendakynningu, fimmtudaginn, 27. maí, í Valhöll, kl. 17:00. Fundinum verður streymt beint á heimasíðu og Facebook-síðu Sjálfstæðisflokksins.
Fyrirkomulag fundarins verður með þeim hætti að hver frambjóðandi fær 4 mínútur til að kynna sig, en alls gefa 13 einstaklingar kost á sér. Að því loknu verður gestum fundarins boðið að spyrja frambjóðendur spurninga.
Allir eru hjartanlega velkomnir í Valhöll á meðan húsrúm leyfir en hámark 150 manns komast að í ljósi samkomutakmarkana.