Morgunfundur: Skipulagsmál í Breiðholti

📅 13. nóvember 2021 0:00

'}}
Sjálfstæðisfélögin í Breiðholti boða til morgunfundar í Gamla kaffihúsinu, Drafnarfelli 18.
Til umræðu á fundinum verða skipulagsmál í Breiðholti. Gestir fundarins eru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Skipulags- og samgönguráði Reykjavíkurborgar, Eyþór Laxdal Arnalds og Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúar.
Öll velkomin, morgunkaffi og kruðerí í boði. Leikaðstaða fyrir börn.
Facebook viðburð fundarins má finna hér - óskað er eftir því að mæting sé staðfest þar svo áætla megi nægar veitingar.
Hlökkum til að sjá sem flesta!
Stjórnirnar