Ferðaþjónustan – Áskoranir og tækifæri

Áskoranir og tækifæri í ferðaþjónustu.

  • Er mögulegt að hefja reglulegt millilandaflug frá Akureyrarflugvelli?
  • Hvaða áskorunum stendur ferðaþjónustan frammi fyrir á næstu misserum?
  • Hvaða tækifæri eru framundan í ferðaþjónustunni?

Þingmennirnir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari Sjálfstæðisflokksins, Njáll Trausti Friðbertsson og Jón Gunnarsson munu leitast við að svara þessum og fleiri spurningum á morgunfundi Sjálfstæðisflokksins á Lýsu – rokkhátíð samtalsins.

Fundurinn fer fram Hömrum í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri, laugardaginn 8. september næstkomandi kl. 11:00.

Allir velkomnir.