Kappræður um laxeldi á Íslandi

📅 29. maí 2018 0:00

'}}

Samband ungra sjálfstæðismanna stendur fyrir spennandi málfundi í kvöld kl: 20:00, þriðjudaginn 29. maí, um laxeldi í Valhöll, Háaleitisbraut 1.

Tveir þaulreyndir framsögumenn munu fara yfir helstu sjónarmið með og gegn laxeldi. Framsögumenn eru:

- Einar K. Guðfinnsson, fyrrv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og alþingismaður til margra ára og jafnframt fyrrv. forseti Alþingis. Einar gegnir nú starfi formanns landssambands fiskeldisstöðva.

- Jón Helgi Björnsson, fyrrv. oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðurþingi. Jón Helgi er formaður landssambands veiðifélaga.

Fundarstjóri verður formaður SUS, Ingvar Smári Birgisson.

Búist er við fjörugum umræðum en allir eru velkomnir.

Hlekkur á viðburðinn er hér.