Jólagleði Landssambands sjálfstæðiskvenna

Nú þegar aðventan er gengin í garð þá er tilvalið að eiga notalega stund saman á Skólavörðuholtinu föstudaginn 14. desember n.k. Við ætlum heimsækja Listasafn Einars Jónssonar og fara svo á jólamarkað og happy hour í Ásmundasal, njóta og gleðjast í hlýju og skapandi umhverfi. Við hittumst við innganginn Hallgrímskirkjumegin kl. 16.30.

Nánari dagskrá

Við hittumst á einni af rótgrónu perlum Reykjavíkur, Listasafni Einars Jónssonar, þar sem tekið verður á móti okkur með leiðsögn um glæsihýsi listamannsins og verka hans. Sigríður Melrós Ólafsóttir mun gefa okkur innsýn á hinn sérlundaða en framsýna listamann.

Aðgangseyrir á safnið er 500 krónur á mann.

Því næst höldum við á næsta horn í Happy Hour í Ásmundasal sem er nýopnaður eftir glæsilega endurgerð. Þar stendur yfir jólasýning um 100 listamanna sem eru að selja verk sín. Við ætlum að gleðjast saman í notalegum salarkynnum Ásmundasalar og njóta huggulegra veitinga sem staðurinn býður upp á. Hver veit nema að þar leynist hugmynd að jólagjöf.

Allar konur hjartanlega velkomnar. Við hlökkum til eiga notalega stund með ykkur.